Bringing It All Back Home

breiðskífa Bob Dylan frá 1965 From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Bringing It All Back Home er plata eftir bandaríska tónlistarmanninn Bob Dylan sem var gefin út í apríl 1965. Hún var fimmta breiðskífa Dylans. Umslag plötunar sýnir Dylan í smóking ásamt konu í rauðum kjól. Á einni hlið plötunar er Dylan í farabroddi hljómsveitar sem notar einna mest rafhljóðfæri. Sú ákvörðun gerði Dylan ei vinsælan í samfélagi þjóðlagasöngvara. Dylan spilar á gítar, munnhörpu, hljómborð og syngur á plötunni. Með Dylan eru þeir Steve Boone, Joseph Macho Jr. og John Sebastian á bassa, Bobby Gregg á trommum, Paul Griffin á píanó og hljómborði, John P. Hammond, Al Gorgoni, Kenny Rankin og Bruce Langhorne á gítar, Bill Lee á bassa í laginu „It's All Over Now, Baby Blue“, og Frank Owens á píanó. Daniel Kramer tók myndina á umslaginu og Tom Wilson sá um upptökur og útgáfu. Öll lög plötunar voru skrifuð af Dylan.

Staðreyndir strax Breiðskífa eftir Bob Dylan, Gefin út ...
Remove ads

Lagalisti.

A-hlið.

  1. Subterranean Homesick Blues.
  2. She Belongs to Me.
  3. Maggie's Farm.
  4. Love Minus Zero/No Limit.
  5. Outlaw Blues.
  6. On the Road Again.
  7. Bob Dylan's 115th Dream.

B-hlið.

  1. Mr. Tambourine Man.
  2. Gates of Eden.
  3. It's All Right Ma (I'm Only Bleeding)
  4. It's All Over Now, Baby Blue.

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads