Highway 61 Revisited
breiðskífa Bob Dylan frá 1965 From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Highway 61 Revisited er plata eftir bandaríska tónlistarmanninn Bob Dylan sem var gefin út þann 30. ágúst 1965. Platan var sjötta breiðskífa Dylan og önnur plata hans á árinu 1965. Umslag plötunnar sýnir Dylan, sitjandi fyrir framan íbúð umboðsmanns síns, Albert Grossman, í silkisjakka og svörtum buxum ásamt Bob Neuwirth í röndóttum bol með myndavél. Platan var önnur breiðskífa Dylans með efni sem studdi sig að mestu við rafmögnuð hljóðfæri. Dylan söng, spilaði á gítar, munnhörpu, píanó og flautu á plötunni. Ásamt Dylan voru þeir Mike Bloomfield á rafmagnsgítar, Charlie McCoy á gítar í laginu Desolation Row, Al Kooper og Paul Griffin á píanói og organi, Frank Owens á píanó, Harvey Brooks á bassa, Russ Savakus á bassa í laginu Desolation Row, Joe Macho á bassa í laginu Like A Rolling Stone, Bobby Gregg á trommum, Sam Lay á trommum í laginu „Highway 61 Revisited“, og Bruce Langhorne á hristu. Bob Johnston sá um upptöku plötunnar, en Tom Wilson upptöku á laginu „Like A Rolling Stone“.
Remove ads
Lagalisti.
Hlið A.
- Like A Rolling Stone.
- Tombstone Blues.
- It Takes a Lot to Laugh, It Take a Train to Cry.
- From a Buick 6.
- Ballad of a Thin Man.
Hlið B.
- Queen Jane Approximately.
- Highway 61 Revisited.
- Just Like Tom Thumb's Blues.
- Desolation Row
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads