Bris

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Briskirtill eða bris er líffæri í hryggdýrum, sem framleiðir hormón og brissafa. Brisið telst því bæði vera út- og innkirtill og er hluti af meltingarkerfinu. Það myndar brissafa sem hefur að geyma m.a. meltingarensím sem brjóta niður mjölva, fitu og prótein. Sem innkirtill seytir brisið glúkagoni og insúlíni í sykurstjórnun. [1] Í manni er brisið um 15-25 cm á lengd og vegur um 65-75 g.

Tengill

  • „Getur maður lifað án þess að hafa bris?“. Vísindavefurinn.

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads