Rándýr
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Rándýr eru ættbálkur yfir 260 legkökuspendýra. Fyrir utan risapönduna sem er jurtaæta, eru þau nánast öll kjötætur, þó sumar tegundir eins og birnir og refir séu að hluta jurtaætur.
Meðlimir ættbálksins hafa einkennandi lag á höfuðkúpunni og áberandi augntennur og ránjaxla.
Remove ads
Orðanotkun
Orðið „rándýr“ er oft notað sem samheiti yfir afræningja og þá ekki endilega yfir dýr af þessum ættbálki. Hægt er að forðast tvíræðnina með því að nota hið síðara.
Flokkun
- Ættbálkur: Rándýr
- Undirættbálkur: Kattgervingar (Feliformia)
- Ætt: Kattardýr (Felidae): 37 tegundir í 18 ættkvíslum
- Ætt: Mangar (Herpestidae): 35 tegundir í 17 ættkvíslum
- Ætt: Hýenur (Hyaenidae): 4 tegundir í 4 ættkvíslum
- Ætt: Pálmakausar (Nandiniidae): 1 tegund í 1 ættkvísl
- Ætt: Falskir sverðkettir (Nimravidae): (útdauð)
- Ætt: Þefkettir eða deskettir (Viverridae): 35 tegundir í 20 ættkvíslum
- Undirættbálkur: Hundgervingar (Caniformia)
- Ætt: Ailuridae: 1 tegund í 1 ættkvísl (rauða pandan)
- Ætt: Björnhundar (Amphicyonidae): (útdauð)
- Ætt: Hundaætt (Canidae): 35 tegundir í 14 ættkvíslum
- Ætt: Þefdýr eða skunkar (Mephitidae): 10 tegundir í 3 ættkvíslum
- Ætt: Merðir (Mustelidae): 55 tegundir í 24 ættkvíslum
- Ætt: Rostungaætt (Odobenidae): 1 tegund í 1 ættkvísl
- Ætt: Eyrnaselir (Otariidae): 14 tegundir í 7 ættkvíslum
- Ætt: Selaætt (Phocidae): 19 tegundir í 9 ættkvíslum
- Ætt: Hálfbirnir (Procyonidae): 19 tegundir í 6 ættkvíslum
- Ætt: Bjarndýr (Ursidae): 8 tegundir í 4 ættkvíslum
- Undirættbálkur: Kattgervingar (Feliformia)
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads