Channel 4
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Channel 4 er bresk sjónvarpsstöð sem var stofnuð 2. nóvember 1982.[1] Þó að Channel 4 njóti ekki opinberrar fjármögnunar er hún í opinberri eigu.[2] Upprunalega var fyrirtækið dótturfyrirtæki Independent Broadcasting Authority (IBA),[3] en nú er það í eigu almenningshlutafélagsins Channel Four Television Corporation sem stofnað var árið 1990 og hóf starfsemi árið 1993.[4] Við skiptingu í stafrænt sjónvarp í Wales þann 31. mars 2010 var Channel 4 sent út um allt Bretland í fyrsta sinn.[heimild vantar]

Stöðin var stofnuð til þess að keppa við tvær sjónvarpstöðvar ríkisútvarpsins BBC (BBC1 og BBC2), og einkareknu stöðina ITV. Hægt er að ná Channel 4 næstum um allt Bretland og í nærliggjandi löndum. Markaðshlutdeild er um 10%, og fyrirtækið keppir um áhorfendur á kapalsjónvarp, gervihnattasjónvarp og streymi.[heimild vantar] Meðal þekktra þáttaraða sem hafa verið sýndar á Channel 4 eru The Max Headroom Show, Big Brother, Nigella Bites, Da Ali G Show, Black Books, Queer As Folk, The IT Crowd og The Great British Bake Off.
Remove ads
Heimildir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads