Chris Hipkins
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Christopher John Hipkins (f. 5. september 1978) er nýsjálenskur stjórnmálamaður, leiðtogi nýsjálenska Verkamannaflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Hipkins tók við af Jacindu Ardern sem flokksleiðtogi og forsætisráðherra þann 25. janúar árið 2023. Hipkins hafði áður gegnt ráðherraembættum í ríkisstjórn Ardern og hafði meðal annars haft umsjón með viðbrögðum stjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum í landinu.
Remove ads
Æviágrip
Á hápunkti kórónuveirufaraldursins í Nýja-Sjálandi gegndi Chris Hipkins embætti farsóttaráðherra í ríkisstjórn Jacindu Ardern, en það ráðuneyti hafði verið sett á fót vegna faraldursins.[1] Hipkins varð síðar ráðherra lögreglumála, menntamála og almannaþágumála.[2]
Jacinda Ardern tilkynnti óvænt afsögn sína úr embætti forsætisráðherra og leiðtoga Verkamannaflokksins í janúar árið 2023. Hipkins bauð sig í kjölfarið fram til að taka við af henni sem flokksleiðtogi og var kjörinn án mótframboðs.[3]
Stuttu eftir að Hipkins tók við embætti forsætisráðherra fór hitabeltisstormurinn Gabríella yfir Nýja-Sjáland. Hipkins lýsti yfir neyðarástandi vegna eyðileggingarinnar í kjölfar stormsins, sem Hipkins kallaði versta óveður sem Nýsjálendingar hefðu upplifað það sem af er öldinni.[4]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads