Christian Eriksen

From Wikipedia, the free encyclopedia

Christian Eriksen
Remove ads

Christian Dannemann Eriksen (fæddur 14. febrúar 1992 í Middelfart, Danmörku.) er danskur knattspyrnumaður sem spilar sem framsækinn miðherji með Manchester United og danska landsliðinu. Hann þykir góður í föstum leikatriðum.

Thumb
Eriksen tekur aukaspyrnu (2016).

Félagslið

Eriksen spilaði með ungmennaliðum Middelfart og Odense Boldklub í Danmörku áður en hann fór til Ajax árið 2008. Árið 2010 fékk hann sæti í aðalliði félagsins. Hann vann efstu deildina Eredivisie með Ajax þrisvar; 2011, 2012 og 2013. Árið 2011 var hann kosinn leikmaður ársins í Hollandi og kosinn besti danski leikmaður ársins af dönskum álitsgjöfum.

Eriksen hélt til Tottenham á Englandi sumarið 2013. Hann varð sitt fyrsta tímabil leikmaður ársins hjá félaginu. Árið 2020 hélt hann til Inter Milan á Ítalíu. Hann vann Serie A titil með Inter tímabilið 2020-2021.

Hálfu ári eftir að Eriksen fékk hjartastopp hélt hann til Brentford FC á Englandi en reglur á Ítalíu meinuðu honum að spila með gangráð.

Sumarið 2022 gekk hann til liðs við Manchester United.

Remove ads

Landslið

Eriksen hóf frumraun sína með landsliðinu árið 2010 og var yngsti landsliðsmaðurinn á HM í Suður-Afríku. Hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á Laugardalsvelli gegn Íslandi árið 2011.

Eriksen hneig niður í miðjum leik gegn Finnlandi á EM 2021. Hann fékk hjartaáfall og var endurlífgaður.

Heimild

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads