Claudia Goldin

Bandarískur hagfræðingur From Wikipedia, the free encyclopedia

Claudia Goldin
Remove ads

Claudia Goldin (f. 14. maí 1946) er bandarískur hagfræðingur sem sérhæfir sig í málefnum kvenna á vinnumarkaði, vinnuhagfræði, tekjuójöfnuði og kyndbundnum launamuni. Hún er prófessor við Harvard-háskóla og framkvæmdastjóri þróunaráætlunar efnahagsrannsóknastofnunarinnar National Bureau of Economic Research fyrir bandaríska efnahaginn.

Staðreyndir strax Fædd, Þjóðerni ...

Goldin vann til Nóbelsverðlaunanna í hagfræði árið 2023.[1]

Remove ads

Menntun og starfsferill

Claudia Goldin fæddist í New York-borg árið 1946 og er af Gyðingaættum. Hún gekk í gagnfræðaskólann Bronx High School of Science og í Cornell-háskóla. Hún lauk doktorsprófi í hagfræði við Chicago-háskóla árið 1972.

Goldin er sér í lagi þekkt fyrir störf sín við rannsóknir á hlutverki kvenna í bandaríska efnahaginum. Hún hefur lagt fyrir sig efnahagssögu, vinnuhagfræði, fjölskylduhagfræði og menntunarhagfræði. Hún hefur sérstaklega einbeitt sér að orsökum ójöfnuðar með tilliti til kyns, kynþáttar og menntunar.[2]

Árið 1990 varð Claudia Goldin fyrsta konan til að hljóta fastráðningu við hagfræðideild Harvard-háskóla.[2] Tímaritið Financial Times tók viðtal við Goldin árið 2015[3] og síðan tímaritin Time Traveler[4] og Quartz árið 2018.[5] Ævisaga Goldin var rekin í verki eftir Michael Szenberg árið 1998.[6] Vísað hefur verið til rannsókna hennar í greinum hjá Le Monde,[7] The New York Times,[8] CNN[9] og ýmsum öðrum fjölmiðlum.

Framlög Goldin til rannsókna á vinnuþátttöku kvenna og áhrifum þeirra á vinnumarkaðinn sjást í áhrifum þeirra á hagfræði og hagsögu, meðal annars á rannsóknir á hlutverk kvenna í hagþróun.[10] Goldin hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2023 fyrir rann­sóknir sínar á af­komu kvenna á vinnu­markaði.[11]

Goldin var forseti American Economic Association frá 2013 til 2014. Árið 1990 var hún fyrsta konan sem var tilnefnd til hagfræðideildar Harvard-háskóla. Hún er meðlimur í Bandarísku vísindaakademíunni.[12]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads