Coby Bell

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Coby Bell (fæddur Coby Scott Bell, 11. maí 1975) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Burn Notice, Third Watch og The Game.

Staðreyndir strax Fæddur, Ár virkur ...

Einkalíf

Bell er fæddur og uppalinn í Orange County, Kaliforníu og stundaði nám við San Jose State háskólann. Bell fékk leiklistarbakteríuna gegnum föður sinn, Michael Bell sem er fyrrverandi Broadway leikari.[1]

Bell er giftur Aviss Pinkney-Bell og saman eiga þau fjögur börn.

Bell er sjálfboðaliði í Big Brothers of America samtökunum þar sem hann er leiðbeinandi fyrir unglinga sem eru útundan í samfélaginu.[2]

Remove ads

Ferill

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk Bell var árið 1997 í The Parent Hood. Hefur hann komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við CSI: Miami, ER og Vampírubananum Buffy. Árið 1999 var honum boðið eitt af aðalhlutverkunum í Third Watch sem lögreglumaðurinn Tyrone Davis, sem hann lék til ársins 2005. Hefur hann síðan 2006 verið einn af aðalleikurunum í The Game sem Jason Pitts.

Bell gerðist meðlimur Burn Notice í júní 2010, sem Jesse Porter og var einn af aðalleikurunum til ársins 2013 þegar hætt var við framleiðslu á þættinum.[3]

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Bell var árið 2006 í Drifting Elegant. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Ball Don´t Lie og Dream Street.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads