Cream
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Cream var bresk hljómsveit sem stofnuð var í London árið 1966. Hún samanstóð af bassaleikaranum Jack Bruce, gítarleikaranum Eric Clapton og trommaranum Ginger Baker. Bruce var aðalagahöfundur og söngvari sveitarinnar. Cream starfaði aðeins í 3 ár en gaf út fjórar plötur, ein þeirra komst á topp bandaríska plötulistans, Wheels of Fire. Meðal vinsælustu laga Cream voru Sunshine of Your Love (1967) og White Room (1968). Cream sótti áhrif úr djassi og blús og hefur tónlistinni verið lýst sem blúsrokki og harðrokki síns tíma. [1]

Hljómsveitin kom saman árið 1993 við verðlaunaafhendingu í Frægðarhöll rokksins og árið 2005 þegar hún spilaði á 4 tónleikum í Royal Albert Hall og 3 tónleikum í Madison Square Garden.
Remove ads
Meðlimir
- Ginger Baker – trommur, bakraddir og söngur (dó 2019)
- Jack Bruce – söngur, bassi, hljómborð, píanó, munnharpa, selló, kassagítar (dó 2014)
- Eric Clapton – gítar, söngur og bakraddir
Breiðskífur
- Fresh Cream (1966)
- Disraeli Gears (1967)
- Wheels of Fire (1968)
- Goodbye (1969)
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads