Crocus cartwrightianus
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Crocus cartwrightianus er tegund blómplantna af sverðliljuætt, sem finnst í Grikklandi og Krít. Hann verður um 5 sm hár. Blómin eru fjólulit til hvít með purpuralitum æðum og áberandi rauðu fræni, og koma með blöðunum að hausti og vetri.[1]
Fræðiheitið cartwrightianus vísar til 19du aldar breska konsúlsins í Konstatínópel, John Cartwright.[2]
C. cartwrightianus er talin vera villt upprunategund Saffrankrókus (Crocus sativus).[3] Saffran kom líklega fyrst fram á Krít. Uppruni í vestur eða mið Asíu, þó að hann sé oft grunaður, er talinn ólíklegur af grasafræðingum.[4]
Þessi tegund finnst gjarnan á kalksteinssvæðum á Attica skaga í Grikklandi. Það hafa fundist merki um ræktun þessarar tegundar í Forngrikklandi svo seint sem snemma á Mið-Mínóska tímabilinu, eins og sést á veggmyndinni; "Saffron Gatherer", sem sýnir söfnun á krókus.[5]



Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads