Dahyun

From Wikipedia, the free encyclopedia

Dahyun
Remove ads

Kim Da-hyun (kóreska: 김다현; f. 28 maí, 1998), einnig þekkt sem Dahyun, er suður-kóreskur söngvari, rappari og leikari. Hún er meðlimur suður-kóreska stúlknahljómsveitinni Twice, stofnað árið 2015 af JYP Entertainment.

Staðreyndir strax Fædd, Skóli ...
Remove ads

Líf og ferill

Thumb
Dahyun árið 2018

Dahyun fæddist í Seongnam, Gyeonggi, 28 maí, 1998.[1][2] Hún ólst upp með foreldrum sínum og eldri bróður.[2] Frá og með ungum aldri byrjaði hún að syngja í kristnum kirkju kór.[2] Dahyun She grew up with her parents and has an older brother.[2] At a young age, she began singing with her Christian church choir.[2] Dahyun vakti fyrst athygli í sjötta bekk í grunnskóla með dansi í kirkju sem kallaðist „eagle dance“, sem var settur á YouTube.[3][4][5] Dahyun var ráðin sem lærlingur hjá JYP Entertainment eftir að hæfileikaleitari sá atriði hennar á danshátíð, og æfði hún síðan með þeim í yfir þrjú ár.[1]

Árið 2015 tók Dahyun þátt í Sixteen, raunveruleikasjónvarpsþætti sem ætlaður var til að ákveða meðlimi nýrrar stúlknahljómsveitar JYP Entertainment.[6][7] Hún var ein af níu keppendum sem komust áfram og var að lokum valin í Twice sem söngkona og rappari.[8][9] Október sama ár frumraun hún opinberlega með Twice með útgáfu smáskífunnar (EP) The Story Begins og aðalslagsins „Like Ooh-Ahh“.[10]

Dahyun útskrifaðist úr Hanlim Multi Art School árið 2017.[11] Sama árið var hún kosin sautjánda frægasta idolið í Suður-Kóreu í árlegu tónlistaratkvæðisgreiðslu Gallup Korea.[12][13]

í nóvember 2018 var Dahyun gagnrýnd af hægrimanni á japanska þinginu Masaru Onodera fyrir að klæðast bol af Marymond, stofnun sem safnar fé fyrir þægindakonum sem voru þolendur kynferðislegu þrælahaldi af japanska hernum í seinni heimstyrjöldinni.[14] Í kjölfarið var J.Y. Park gagnrýndur af The Korea Times fyrir að verja ekki Dahyun.[15]

4. maí 2024 var tilkynnt að Dahyun myndi gera leiklistarfrumraun sína í sjálfstæðu kvikmyndinni Run to You.[16][17] Hún var einnig valin í hlutverk í You Are the Apple of My Eye, kóresk endurgerð af taívönsku kvikmyndinni frá 2011 með sama nafni.[18] Kvikmyndin var frumsýnd á 29. Busan alþjóðlega kvikmyndahátíðinni október 2024.[19] Árið 2025 var Dahyun valin í hlutverk í Love Me, kóreskri endurgerð sænsku sjónvarpsseríunnar Älska mig (2019–2020).[20]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads