Twice

From Wikipedia, the free encyclopedia

Twice
Remove ads

Twice (kóreska; 트와이스; RR: Teuwaiseu) er suðurkóreskur stelpnahópur búið til af JYP Entertainment. Hópurinn er samansettur af níu meðlimum: Nayeon, Jeongyeon, Momo, Sana, Jihyo, Mina, Dahyun, Chaeyoung, og Tzuyu. Twice var búið til í sjónvarpsþáttunum Sixteen (2015)[1] og var þeirra fyrsta sýning 20. október 2015, með stuttskífunni (EP) The Story Begins, einnig hefur hópurinn fengið heiðurstitillin „Stelpnahópur þjóðarinnar“ í Suður-Kóreu.[2]

Staðreyndir strax Upplýsingar, Uppruni ...

Twice varð frægt í Suður-Kóreu árið 2016 með smáskífunni þeirra „Cheer up“, sem varð númer eitt á Gaon Digital Chart, varð árangsríkasta smáskífa ársins og vann verðlaunin „Lag ársins“ á Melon Music Awards og Mnet Asian Music Awards. Næsta smáskífa þeirra „TT“ af stuttskífunni Twicecoaster: Lane 1 toppaði Gaon Chart í fjórar vikur. Platan varð söluhæsta plata kóreskrar hljómsveitar árið 2016.

Innan 19 mánaða frá því að Twice var búið til hafði hópurinn selt yfir 1.2 milljón eintök af fjórum stuttskífum sínum og sérstakri plötu. Frá og með 2022 hefur hópurinn selt yfir 14 milljón plötur samanlagt í Suður-Kóreu og Japan.

Hópurinn hóf störf í Japan 28. júní 2017 undir Warner Music Japan með útgáfu plötunnar #Twice. Platan fór í 2. sæti á Oricon plötulistanum með flestar plötusölur í fyrstu viku útgáfu lags K-pop hóps í Japan í tvö ár. Í kjölfarið kom út fyrsta japanska maxi-smáskífa Twice, „One More Time“, í október.

Twice varð fyrsti kóresk stúlknahópur til að hljóta platínuviðurkenningu frá Recording Industry Association of Japan (RIAJ) fyrir bæði plötu og geisladiskasmáskífu á sama ári. Twice lenti í þriðja sæti í flokknum Top Artist á árslistum Billboard Japan 2017, og árið 2019 urðu þær fyrsti kóreski stúlknahópurinn til að hefja dome-tónleikartúr í Japan.[3]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads