David McCallum

From Wikipedia, the free encyclopedia

David McCallum
Remove ads

David McCallum (fæddur David Keith McCallum, 19. september 1933; d. 25. september 2023) var skoskur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í NCIS, The Man from U.N.C.L.E., The Great Escape, The Greatest Story Ever Told og Sapphire & Steel.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fæddur ...
Remove ads

Einkalíf

McCallum fæddist í Glasgow, í Skotlandi. Foreldrar hans voru miklir tónlistarmenn en faðir hans var konsertmeistari hjá Royal Philharmonic hljómsveitinni og London Philharmonic hljómsveitinni. McCallum stundaði nám við Royal Academic of Dramatic Art og gerðist aðsoðarsviðstjóri hjá Glyndebourne óperunni árið 1951. McCallum hefur verið giftur tvisvar sinnum: leikkonunni Jill Ireland 1957 – 1967 og saman eiga þau 3 börn, en hefur verið giftur Katherine Carpenter síðan 1967 og saman eiga þau tvö börn.

Remove ads

Ferill

Leikhús

McCallum hefur komið fram í leikritum á borð við: Amadeus, Communicating Doors, The Hunting of the Shark, Comedians, The Lion in Winter og Julius Caesar. Lék hann í Run for Your Wife frá 1987 – 1988 í Ástralíu.

Sjónvarp

Í Bretlandi þá kom McCallum fram í nokkrum sjónvarpsþáttum og sjónvarpsmyndum áður en hann kom fram á sjónarsviðið í bandaríkjunum. Kom hann fram í sjónvarpsþáttum á borð við The Outer Limits og Perry Mason áður en honum var boðið hlutverk í bandaríska sjónvarpsþættinum The Man from U.N.C.L.E. sem hinn dularfulli rússneski fulltrúi Illya Kuryakin árið 1964. Persóna McCallum varð mjög vinsæl í bandaríkjunum en þátturinn var sýndur á þeim tíma sem kalda stríðið var í gangi. Fékk hann ógrynni af aðdáendabréfum og var almennt kallaður hinn ljóshærði Bítill og myndaðist oft sannkallað bítlaæði í kringum hann. McCallum fékk tvær tilnefningar til Emmy verðlauna fyrir hlutverk sitt og lék hann í þættinum 1964 – 1968. Endurtók hann hlutverkið í sjónvarpsmyndinni The Return of the Man from U.N.C.L.E.: The Fifteen Years Later Affair frá 1983.

McCallum kom einnig fram í bresku sjónvarpsþáttunum Colditz 1972 – 1974 og Sapphire & Steel frá 1979-1982. Kom hann fram sem gestaleikari í þáttum á borð við: The A-Team, Matlock, Babylon 5 og Sex and the City. McCallum hefur síðan 2003 leikið réttarlæknirinn Donald Ducky Mallard í sjónvarpsþættinum NCIS.

Kvikmyndir

McCallum byrjaði ferilinn sem aukaleikari í breskum kvikmyndum á seinni hluta sjötta áratugarins og fyrsta hlutverk hans var í Whom the Gods Love, Die Young[1]. Lék hann síðan í myndum á borð við Violent Playground, Robbery Under Arms og A Night to Remeber. Fyrst hluverk hans í bandarískri kvikmynd var í Freud the Secret Passion árið 1962 sem var leikstýrt af John Huston [2]. Síðan lék hann í Billy Budd eftir Peter Ustinov. McCallum lék í The Great Escape á móti Steve McQueen, James Garner og Richard Attenborough. Einnig lék hann í The Greatest Story Ever Told frá 1965 eftir George Stevens á móti Max Von Sydow og Charlton Heston. Hefur McCallum síðan þá kom í nokkrum kvikmyndum á borð við King Solomon´s Treasure, Hear My Song og Cherry.

Remove ads

Tónlist

Á sjöunda áratugnum þá gaf McCallum út fjórar plötur með Capitol Records með framleiðandanum David Axelrod: Music...A Part of Me (1966), Music...A Bit More of Me (1966), Music...It's Happening Now (1967) og McCallum (1968). Þekktast lagið hans er Eagle sem Dr.Dre notar síðan sjálfur í The Next Episode. McCallum söng ekki inn á þessar plötur heldur notaði hann blöndu af óbói, frönsku horni og strengjum með gítar og trommum.

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...


Remove ads

Leikhús

  • Samuel Beckett Theatre: Bert Challenor í Comedians
  • Manhattan Theatre Club Stage II: Time and Again
  • Variety Arts Theatre: Harold Palmer í Communicating Doors
  • Primary Stages: Nasty Little Secrets
  • Union Square Theatre: Pastor Manners í Ghosts
  • Stage 73: Philipp í The Philanthropist
  • Music Box Theatre (1999-2000): Joseph II í Amadeus
  • Eugene O´Neill Theatre (1976-1977): California Suite
  • Booth Theatre (1968): Julian í The Flip Side
Remove ads

Verðlaun og tilnefningar

Drama Desk-verðlaunin

  • 1984: Tilnefndur sem besti leikari fyrir The Philanthropist.

Emmy-verðlaunin

  • 1969: Tilnefndur sem besti leikari fyrir Teacher, Teacher.
  • 1966: Tilnefndur sem besti leikari í drama seríu fyrir The Man from U.N.C.L.E..
  • 1965: Tilnefndur sem besti leikari í drama seríu fyrir The Man from U.N.C.L.E..

Golden Globe-verðlaunin

  • 1966: Tilnefndur sem besti leikari í drama seríu fyrir The Man from U.N.C.L.E..

Laurel-verðlaunin

  • 1966: Golden Laurel verðlaunin sem besta nýja karlandlitið
Remove ads

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads