Davíðslykill
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Davíðslykill (fræðiheiti Primula egaliksensis[1]) sem heitir einnig Primula groenlandica[2] er blóm af ættkvísl lykla[3] sem var fyrst lýst af Morten Wormskjold og Jens Wilken Hornemann árið 1813 á ferðalagi Mortens til Grænlands. Blómið finnst að mestu leyti norðurhluta Norður-Ameríku og á Grænlandi. Á Íslandi var blómið uppgötvað árið 1911 en hefur verið friðað síðan 1978.[4]
Remove ads
Lýsing
Davíðslykill hefur grannan stöngul sem er 5 til 15 sentimetrar á hæð en stofnblöðin eru þunn, óreglulega sporbaugótt, heilrend en aldrei mjölvuð. Stilkur blómsins er á lengd við blökuna en blómin sjálf bláleitt. Davíðslykill blómgast yfirleitt í maí og júní (eða snemma vors hérlendis[5])[6] og hefur sex vikna vaxtartíma.[7]
Útbreiðsla og búsvæði
Útbreiðsla Davíðslykils er:
- Á Grænlandi (Tunugdliarfik, Igaliko-firði og Itvineq og Ilualiafik í Nuup Kangerlua)[8]
- Í öllum fylkjum Kanada nema Saskatchewan, Nýja-Brúnsvík og Eyja Játvarðs prins
- í Alaska, Colorado, og Wyoming í Bandaríkjunum
- Í norðaustur-Rússlandi.[9]
- Á Íslandi: Stóru-Hámundarstaðir í Eyjafirði (hefur ekki fundist hér síðan um 1980[4] og er talinn útdauður á landinu).[10][6]
Þó að davíðslykil megi finna á öllum þessum stöðum er hann hvergi algengur.[11]
Búsvæði hans eru meðal annars rök engi, við lækjar- og sjávarbakka og á mómýrum.[12]
Remove ads
Uppruni og undirtegundir
Þessi planta hefur engar undirtegundir.[3]
Útlitseinkenni og erfðafræðilega benda til að Primula egaliksensis sé upphaflega blendingur milli tegundarfl. Aleuritia og Armerina, og mögulegir foreldrar séu P. nutans og P. mistassinica eða forsögulegt form þeirrar tegundar.[9]
Tilvísanir
Ytri tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads