Deilur í Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er alþjóðleg söngvakeppni, skipulögð árlega af Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, sem inniheldur þátttakendur sem taka þátt í forsvari evrópskra landa. Eitt af markmiðum keppninnar er að keppnin sé ópólitísk og að sjónvarpsstöðvar og flytjendur sem taka þátt megi ekki auglýsa eða vísa í neitt pólitískt, fyrirtæki eða annað af svipuðu tagi á meðan keppninni stendur. Hins vegar hafa nokkur umdeild atriði gerst síðan keppnin var fyrst haldin 1956, sem hafa meðal annars verið pólitísk spenna á milli landa í keppninni sem endurspeglast í framkomu og kosningu, vísun úr keppni vegna pólitískra vísana í lagatexta og mótmæli gegn þátttöku ákveðinna landa vegna pólítíkur og stefna landanna.
Remove ads
Armenía og Aserbaísjan
Áframhaldandi deila á milli Armeníu og Aserbaísjan hefur haft áhrif á keppnina nokkrum sinnum síðan þau byrjuðu þátttöku eftir 2000. Árið 2009 er sagt að fjöldi fólks í Aserbaísjan sem kaus með armenska atriðinu hafi verið spurður af asersku lögreglunni.[1]
Rússland og Úkraína
Samskipti milli Rússlands og Úkraínu í keppninni hefur lengst af verið jákvæð fyrstu árin í keppninni. Hins vegar, þegar pólitísk tengsl versnuðu eftir hernám Rússlands á Krímskaga 2014 og stríðið í Donbas hafa tengslin í keppninni orðið flókin. Árið 2016 vann Jamala keppnina með lagið „1944“ sem vísaði í brottflutning Krímtatara. Í ljósi nýlegra atburða á Krímskaga litu margir á lagið sem pólitíska fullyrðingu á aðgerðir Rússlands, en lagið var leyft vegna sögulegra tengla lagsins þrátt fyrir mótmæli Rússa.[2][3]
Þann 25. febrúar 2022 var Rússlandi meinuð þátttaka í Eurovisionkeppninni það árið, degi eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar 2022.[4] Þann 18. janúar 2024 ákvað stjórn Eurovision-keppninnar hins vegar að meina Ísrael ekki þátttöku í keppninni það árið vegna stríðsátakanna fyrir botni Miðjarðarhafs en stjórn keppninnar mat svo að Ísrael uppfyllti öll skilyrði til þátttöku.[5] Þessi ákvörðun var umdeild og stór hópur fólks hvatti til sniðgöngu á keppninni. Mótmæli voru haldin víða um álfuna í aðdraganda keppninnar þar sem kallað var eftir því að Ísrael yrði vísað úr keppninni.
Remove ads
Georgía
Georgía ætlaði að taka þátt í keppninni 2009 eftir stríð Rússlands og Georgíu. Stephane og 3G voru valin til að keppa með lagið „We Don't Wanna Put In“, en EBU mótmælti texta lagsins þar sem það virtist gagnrýna rússneska leiðtogann Vladímír Pútín. Beiðnir EBU um að breyta texta lagsins voru hafnaðar af tónlistarmönnunum og georgíska sjónvarpsstöðin GPB hætti þátttöku í kjölfarið.[6][7] Nokkur baltnesk ríki íhuguðu sniðgöngu vegna aðgerða Rússlands í Georgíu, en engin þeirra tóku þá ákvörðun þar sem eistneska sjónvarpsstöðin ERR hélt skoðanakönnun á vefsíðu sinni um þátttöku Rússa.[7][8]
Þátttaka Ísraels
Ísrael tók fyrst þátt í keppninni 1973 sem fyrsta landið utan Evrópu til að taka þátt. Þátttaka þess í keppninni undanfarin ár hafa verið umdeild, en það hefur verið reglulegur þátttakandi og verið krýndur sigurvegari fjórum sinnum. Fyrsta þátttaka þeirra var undir aukinni öryggisgæslu þegar keppnin var haldin í Lúxemborg, ári eftir blóðbaðið í München þar sem 11 Ólympíufarar voru drepnir af palestínsku samtökunum Svarti september. Vopnaðir verðir voru á leikvanginum og áhorfendur voru varaðir við að standa ekki upp eða eiga á það hættu að vera skotnir.[9][10][11]
Þátttaka Íslands í Eurovision 2024 var umdeild og margir einstaklingar kölluðu eftir því að Ísland myndi sniðganga keppnina vegna þátttöku Ísraels í keppninni. Haldin voru mótmæli fyrir utan húsakynni Ríkisútvarpsins í Efstaleiti og Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra var afhentur undirskriftalisti þar sem skorað var á Rúv að sniðganga keppnina.[12] RÚV hélt hina árlegu Söngvakeppni sjónvarpsins en ákvað að gera það valkvætt fyrir sigurvegara keppninnar að fara í Eurovision. Hera Björk Þórhallsdóttir vann Söngvakeppnina 2024 með laginu „Scared of Heights“ og ákvað að taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd en sú ákvörðun var mjög umdeild.[13]
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2025 fer fram í Sviss í maí 2025. Ísland hefur staðfest þátttöku í keppninni og þá hefur Ísrael gert það líka en hvoru tveggja þykir umdeilt.[14][15] Ísrael hafnaði í öðru sæti í Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva 2025 og en það hefur vakið hörð viðbrögð og þá einkum í ljósi þess að landið endaði óvænt með flest stig í símakosningunni.[16]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads