Söngvakeppnin 2024

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Söngvakeppnin 2024 er söngvakeppni haldin á vegum RÚV í því skyni að velja framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2024. Keppnin samanstóð af tveimur undanúrslitum sem fóru fram 17. og 24. febrúar 2024 í Fossa Studios í Fossaleyni, og úrslitum sem fóru fram 2. mars 2024 í Laugardalshöll.[1] Kynnar voru Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Sigurður Þorri Gunnarsson og Unnsteinn Manuel Stefánsson.

Staðreyndir strax Dagsetningar, Undanúrslit 1 ...

Þann 30. maí staðfesti RÚV þátttöku Íslands í Eurovision 2024 og að Söngvakeppnin yrði notuð til að velja framlag Íslands.[2] Þann 15. júní 2023 opnaði RÚV fyrir innsendingar á lögum í keppnina. Umsóknarfrestur var til 10. september.[3] Alls bárust 118 umsóknir. RÚV leitaði einnig til reynslumeira tónlistarfólks og bauð þeim þátttöku. Þau tíu lög sem höfðu verið valin til þátttöku voru kynnt 27. janúar 2024.[1] Eftir að spurst hafði út að einn þátttakenda, Bashar Murad, væri meðal flytjenda var það staðfest af RÚV þremur dögum fyrir tilkynningu á flytjendum keppninnar.[4] Meðal þátttakenda er Hera Björk, sem var áður fulltrúi Íslands í Eurovision 2010.[5]

Hera Björk sigraði keppnina með laginu „Scared of Heights“ og tók þátt fyrir hönd Íslands í Eurovision 2024.[6]

Remove ads

Þátttakendur

Nánari upplýsingar Flytjandi, Lag ...

Athugasemdir

  1. Keppendur urðu að flytja lögin á íslensku í undankeppnunum, en úrslitunum urðu þau að flytja lagið á því tungumáli sem þau ætluðu að syngja það í Eurovision.
  2. Enska útgáfan inniheldur texta á íslensku.
Remove ads

Keppnin

Undanúrslit

Tvö undanúrslit fóru fram 17. og 24. febrúar 2024 í Fossa Studios í Fossaleyni. Í hvorum undanúrslitum kepptu fimm lög og tvö þeirra komust áfram í úrslit. Símakosning áhorfenda réði hvaða lög komust áfram í úrslit. Framkvæmdastjórn keppninnar hafði áskilið sér réttinn til að velja eitt lag enn í úrslit úr þeim sem komust ekki áfram sem hún nýtti sér. Keppendur urðu að flytja lögin á íslensku í undanúrslitunum.

Friðrik Ómar Hjörleifsson og Sigga Beinteins komu fram sem skemmtiatriði á fyrra undankvöldinu þar sem þau sungu syrpu af framlögum Íslands til Eurovision.[7] Á seinna undankvöldinu sungu Daniil og Joey Christ lagið „Ef þeir vilja beef“ auk þess að Björgvin Halldórsson og Unnsteinn Manuel Stefánsson sungu lagið „Mig dreymir“.[8]

Nánari upplýsingar Röð, Flytjandi ...
Nánari upplýsingar Röð, Flytjandi ...

Úrslit

Úrslit fóru fram 2. mars 2024 í Laugardalshöll þar sem þau fjögur atriði sem komust áfram og eitt lag enn kepptu. Keppendur urðu að flytja lögin á því tungumáli sem þau ætluðu að flytja það í Eurovision myndu þau vinna. Væb valdi að flytja lagið sitt á íslensku, en allir hinir keppendurnir völdu að flytja lögin sín á ensku.

Eva Ruza og Felix Bergsson voru kynnar í upphitun keppninnar á meðan Partrik Atlason söng fyrir áhorfendur í sal.[10] Selma Björnsdóttir, sem var jafnframt einn af listrænum stjórnendum keppninnar, flutti lagið „All Out of Luck“ sem fyrra skemmtiatriði kvöldsins.[11] Diljá Pétursdóttir frumflutti nýja lagið sitt „Einhver“ auk þess að syngja sigurlag sitt frá því í fyrra „Lifandi inni í mér“ sem seinna skemmtiatriði kvöldsins.[12]

Í fyrsta skipti síðan árið 2016 var dómnefnd í úrslitum einungis skipuð Íslendingum. Dómnefnd keppninnar voru þau Vigdís Hafliðadóttir (söngkona hljómsveitarinnar Flott), Sindri Ástmarsson (dagskrárstjóri Iceland Airwaves), Erna Hrönn (söngkona og útvarpskona), Árni Matthíasson (tónlistarblaðamaður og rithöfundur), Sigríður Beinteinsdóttir (söngkona og fyrrum Eurovision fari), Einar Bárðarson (stjórnarformaður Tónlistarmiðstöðvar) og Elín Hall (tónlistarkona).[13]

Í fyrri umferð úrslitakvöldsins giltu atkvæði dómnefndar helming á móti símakosningu almennings. Tvö stigahæstu lögin úr fyrri umferð kvöldsins komust því áfram í einvígið. Í einvíginu hófst önnur umferð af símakosningu, en þá kaus dómnefndin ekki. Samanlögð stig dómefndar og símakosningar úr fyrri umferð fylgdu báðum lögunum inn í einvígið. Sigurvegarinn var því það atriði sem fékk samtals flest stig úr bæði fyrri umferð og einvíginu.[14]

Nánari upplýsingar Röð, Flytjandi ...
Nánari upplýsingar Röð, Lag ...
Nánari upplýsingar Röð, Flytjandi ...

Athugasemdir

  1. Stig dómnefndar hafa verið umreiknuð svo þau jafngildi hlutfallslega helming á móti atkvæðum úr símakosningu.
Remove ads

Vandamál í atkvæðagreiðslu

Símakosning fór fram með þeim hætti að fólk gat greitt allt að 20 atkvæði í gegnum símtal eða SMS og allt að 20 atkvæði í gegnum appið RÚV Stjörnur, sem var framleitt af Choicely fyrir RÚV.[10][14] Fregnir bárust um að í einvíginu hafi verið bilun í appinu á úrslitakvöldinu 2. mars. Atriðin sem fóru áfram í einvígið héldu sínum kosninganúmerum sem samsvöruðu röð þeirra á svið í fyrri umferð úrslitanna. Þegar notendur völdu í appinu að senda SMS á tiltekið atriði hafi appið verið stillt á að SMS myndi sendast í kosninganúmer sem samsvarar röð þeirra í einvíginu og því hafi einhver atkvæði borist á rangt kosninganúmer. Margir áhorfendur greindu frá þessu á samfélagsmiðlum.[16][17]

Einar Hrafn Stefánsson, einn lagahöfunda lagins „Villta vestrið“ kallaði þann 3. mars eftir rannsókn óháðs aðila á framkvæmd símakosningu keppninnar og endurtekningu á símakosningu.[18][19] Forsvarsfólk Vodafone á Íslandi sagði að öll kerfi hafi virkað eins og til var ætlast, en fyrirtækið hélt utan um símakosninguna fyrir RÚV.[20][17] Engar vísbendingar hafi bent til þess að vandamál hafi verið í kerfi Vodafone.[21] Einnig bárust fregnir af því að kosninganúmer lagins „Villta vestrið“ hafi verið merkt sem ruslnúmer í Samsung símtækjum með Hiya forritinu.[17] Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar, sagði að rannsókn á biluninni myndi eiga sér stað. Hann sagði einnig að heildarfjöldi SMS atkvæða í einvíginu hafi ekki haft áhrif á lokaniðurstöðu keppninnar.[14][22][15]

Eftir að sundurliðaðar niðurstöður á atkvæðagreiðslu úrslitakvöldsins höfðu verið birtar þann 4. mars sagði Einar að RÚV hafi ekki orðið við beðni hans um óháða rannsókn og að innanhúsrannsókn RÚV skorti gagnsæi. Hann fór þá fram á að atkvæðagreiðsla yrði endurtekin. Skipuleggjendur Söngvakeppninnar viðurkenndu að mistök hafi orðið við framkvæmd SMS-atkvæðagreiðslu í úrslitaeinvígi keppninnar. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri RÚV, sagði þann 4. mars að heildarfjöldi SMS-atkvæðanna sem voru vandræði með var rétt um 2.000 atkvæði og ítrekaði að úrslitin væru hafin yfir allan vafa.[23] RÚV sagði í tilkynningu þann 11. mars að 748 atkvæði hafi verið greidd með SMS valmöguleikanum í RÚV Stjörnur appinu í báðum umferðum á undankvöldinu og því ekki nógu mikill fjöldi til að hafa áhrif á lokaniðurstöðu keppninnar.[24] Á efstu tveimur atriðunum munaði 3.340 atkvæðum.[14] Skipuleggjendur keppninnar gátu ekki útskýrt hvers vegna einungis kosninganúmer Bashars var merkt sem ruslnúmer í tilteknum símtækjum.[23]

Ásdís María Viðarsdóttir, einn lagahöfunda sigurlagsins „Scared of Heights“, sagði 8. mars að hún myndi ekki fylgja laginu í Eurovision og að RÚV hafi ekki gefið skýr svör um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar. Í kjölfarið sagði Stefán að RÚV myndi fá óháðan aðila til að gera úttekt á framkvæmd kosningarinnar.[25][26]

Remove ads

Ákall eftir sniðgöngu vegna þátttöku Ísraels

Þátttaka Ísraels í Eurovision 2024 hefur verið umdeild í ljósi yfirstandandi hernaðaraðgerða Ísraelshers í Gasa og vakið hörð viðbrögð á Íslandi og í öðrum þátttökulöndum og fólk hefur kallað eftir því að RÚV sniðgangi keppnina. RÚV gaf út þá yfirlýsingu að Ísland myndi áfram taka þátt í Eurovision.[27]

Undirskriftalistar frá FTT - félagi tónskálda og textahöfunda og frá aðgerðarsinnum BDS hreyfingarinnar á Íslandi, auk áskorunar frá FÁSES varð til þess að RÚV gaf út þá yfirlýsingu að þátttaka Íslands í Eurovision yrði metin eftir samráð við sigurvegara Söngvakeppninnar.[28][29][30] Þetta er því í fyrsta skiptið frá því að Ísland tók þátt í Eurovision að Söngvakeppnin sé óháð þátttöku Íslands í Eurovision.[31][32] Þann 11. mars tilkynnti RÚV að Ísland myndi taka þátt í Eurovision 2024 með sigurlagi Söngvakeppninnar.[24] Fjórum dögum áður hafði framlag Ísraels verið samþykkt af stjórnendum Eurovision keppninnar eftir að Ísrael breytti titli lagsins og texta í kjölfarið á að hafa ítrekað verið hafnað vegna þess að það þótti of pólitískt.[33]

Í desember dró Magnús Jónsson þátttöku sína til baka úr keppninni vegna þátttöku Ísraels.[34][35] Sunny lýsti því yfir að hún hyggðist ekki keppa í Eurovision myndi hún vinna Söngvakeppnina.[36] Hera Björk og Bashar Murad höfðu lýst því yfir fyrir úrslitakvöldið að þau ætluðu keppa í Eurovision ef þau myndu vinna Söngvakeppnina. Hinir keppendurnir höfðu ekki gefið upp afstöðu sína í málinu.[37][38]

Remove ads

Plata keppninnar

Söngvakeppnin 2024 er opinber plata keppninnar. Hún var tekin saman af RÚV og gefin út stafrænt af Alda Music undir leyfi RÚV þann 28. janúar 2024.[39] Platan inniheldur bæði íslenskar og enskar útgáfur laganna.[40]

Vinsældalistar

Nánari upplýsingar Vinsældalistar (2024), Hæsta staða á vinsældalista ...
Remove ads

Tenglar

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads