Úkraína í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

yfirlit um þátttöku Úkraínu í Eurovision From Wikipedia, the free encyclopedia

Úkraína í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva
Remove ads

Úkraína hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 16 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 2003. Landið hefur sigrað í tvö skipti; árið 2004 með Ruslana og laginu „Wild Dances“ og árið 2016 með Jamala og laginu „1944“, og var þar af leiðandi fyrsta austur-evrópska landið til að vinna tvisvar. Úkraína hélt keppnina árin 2005 og 2017 í Kænugarði (Kýiv).

Staðreyndir strax Ágrip, Tenglar ...

Frá innleiðingu undankeppnanna árið 2004, er Úkraína eina landið sem hefur alltaf komist áfram í aðalkeppnina. Úkraína er með samtals sjö topp-5 niðurstöður; Verka Serduchka (2007) og Ani Lorak (2008) í öðru sæti, Zlata Ognevich (2013) í þriðja sæti, Mika Newton (2011) í fjórða sæti og Go_A (2021) í fimmta sæti.

Remove ads

Yfirlit þátttöku (niðurstöður)

Merkingar
1 Sigurvegari
2 Annað sæti
3 Þriðja sæti
Framlag valið en ekki keppt
Þátttaka væntanleg
Nánari upplýsingar Ár, Flytjandi ...
  1. Ef að land hefur unnið árið áður, þarf það ekki að keppa í undanúrslitunum árið eftir.
  2. Samkvæmt þáverandi reglum Eurovision komust öll topp-10 löndin, ásamt „Stóru Fjóru“ löndunum, sjálfkrafa áfram í úrslit næstkomandi ár. Sem dæmi, ef Þýskaland og Frakkland væru innan topp-10 sætanna, fengju löndin í ellefta og tólfta sæti pláss í úrslitunum árið eftir með þeim löndum sem voru líka innan topp-10.
  3. Keppnin árið 2020 var aflýst vegna COVID-19 faraldursins.
Remove ads

Heimildir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads