Deimos

From Wikipedia, the free encyclopedia

Deimos
Remove ads

Deimos er ytra tungl Mars, hitt verandi Fóbos. Deimos er að mestu úr kolefni og ís og hefur mestu endurskinshæfni allra fyrirbæra í sólkerfinu. Þvermál Deimosar er innan við 20 km og er lögun hnattarins nokkuð óregluleg. Eins og tungl jarðarinnar snýr Deimos alltaf sömu hlið að Mars.[1] Hæð Deimos frá yfirborði Mars er um 23 500 km sem gerir innan við 1/15 af fjarlægð tunglsins frá jörðinni.

Thumb
Mynd af Deimos tekin af Mars Reconnaissance Orbiter í febrúar 2009.

Bandaríski stjörnufræðingurinn Asaph Hall uppgötvaði Deimos árið 1877 þegar Mars var í gagnstöðu og sólnánd.[1] Yfirborð Deimosar er þakið þykku lagi ryks svo smáatriði yfirborðsins sjást illa.[2] Ólíkt Fóbos kemur Deimos upp í austri og sest í vestri.[1] Mikið af því sem vitað er um Deimos er afrakstur Mariner- og Viking geimferðaáætlunar Geimferðastofnunar Bandaríkjanna.[3]

Deimos og Fóbos eru nefnd eftir sonum Aresar í grískri goðafræði.[1]

Remove ads

Tenglar

Neðanmálsgreinar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads