Dick Schoof
Forsætisráðherra Hollands From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Hendrikus Wilhelmus Maria „Dick“ Schoof (f. 8. mars 1957) er hollenskur embættismaður og núverandi forsætisráðherra Hollands. Hann tók við embætti þann 2. júlí árið 2024. Schoof er óflokksbundinn en fer fyrir samsteypustjórn Frelsisflokksins, Bændaflokksins, Frjálslynda þjóðarflokksins og Nýs samfélagssáttmála.[1]
Schoof er fyrrverandi yfirmaður hollensku leyniþjónustunnar og áður en hann varð forsætisráðherra var hann ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu.[2] Eftir að Frelsisflokkur Geerts Wilders vann óvæntan sigur í þingkosningum Hollands árið 2023 tóku við langar stjórnarmyndunarviðræður. Wilders naut ekki stuðnings hinna flokkanna til að taka við embætti forsætisráðherra og því var Schoof valinn til að leiða stjórnina. Stjórn Schoofs boðaði strangari innflytjendalöggjöf og viðræður við Evrópusambandið um að Holland hlyti undanþágu frá innflytjenda- og hælisleitendalögum sambandsins.[3]
Schoof sagði af sér sem forsætisráðherra þann 3. júní 2025 eftir að Geert Wilders afturkallaði stuðning Frelsisflokksins við stjórn hans. Hann leiðir starfsstjórn fram að myndun nýrrar stjórnar.[4]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads