The Dukes of Hazzard
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
The Dukes of Hazzard var bandarísk gamanþáttaröð sem var sýnd á CBS-sjónvarpsstöðinni frá 26. janúar 1979 til 8. febrúar 1985. Sjö þáttaraðir voru framleiddar, alls 147 þættir. Þáttaröðin var undir áhrifum frá kvikmyndinni Moonrunners frá 1975 sem Gy Waldron skrifaði einnig handritið að. Þáttaröðin fjallar um tvo sveitastráka frá Georgíu á skilorði sem aka um á breyttum Dodge Charger og komast þannig undan spilltum lögreglustjóra sýslunnar. Á blómaskeiði sínu var The Dukes of Hazzard oft önnur vinsælasta þáttaröðin í bandarísku sjónvarpi á eftir Dallas.
Aðalhlutverk voru í höndum John Schneider og Tom Wopat. Þeir sögðu upp árið 1982 vegna deilna um tekjur af sölu merkjavarnings og framleiðendur reyndu að fá aðra leikara í þeirra stað. Áhorf hrundi í kjölfarið þannig að aftur var samið við Schneider og Wopat. Þáttaröðin náði samt aldrei fyrri hæðum.
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads