1985

ár From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Árið 1985 (MCMLXXXV í rómverskum tölum) var 85. ár 20. aldar sem hófst á þriðjudegi. Árið var kallað alþjóðlegt ár æskunnar hjá Sameinuðu þjóðunum.

Atburðir

Janúar

Thumb
Hitatölur á Ítalíu í janúar 1985.

Febrúar

Mars

Thumb
Eyðilegging jarðskjálftans í Chile.

Apríl

Thumb
Madonna ásamt hljómsveit á The Virgin Tour.
  • 6. apríl - Herforinginn Suwwar al-Dhahab leiddi valdarán í Súdan.
  • 7. apríl - Fyrsta gervihjartaígræðslan í Evrópu fór fram á Karolinska sjukhuset í Svíþjóð. Sjúklingurinn lifði í þrjá mánuði.
  • 10. apríl - Madonna hóf tónleikaferðalagið The Virgin Tour.
  • 11. apríl - Einræðisherra Albaníu, Enver Hoxha, lést og Ramiz Alia tók við völdum 20 dögum síðar.
  • 12. apríl - 18 Spánverjar létust í sprengjutilræði á vegum Samtakanna heilagt stríð á veitingastað nálægt Madrid á Spáni.
  • 14. apríl - Alan García var kjörinn forseti Perú.
  • 15. apríl - Banni við giftingum fólks af ólíkum kynþætti var aflétt í Suður-Afríku.
  • 23. apríl - Coca-Cola Company gaf út nýja útgáfu af kóka kóla undir heitinu New Coke. Viðbrögð urðu svo neikvæð að fyrirtækið tók aftur upp gömlu uppskriftina þremur mánuðum síðar.

Maí

Thumb
Hitabeltisstormurinn gengur yfir Bangladess.

Júní

Thumb
Upprunalegi Schengen-sáttmálinn frá 1985.

Júlí

Thumb
LiveAid í Philadelphia.

Ágúst

Thumb
Flakið af Delta Air Lines 191.
  • 2. ágúst - Delta Air Lines flug 191 hrapaði við Dallas í Texas með þeim afleiðingum að 137 létust.
  • 2. ágúst - 350 tonn af olíu láku í Limafjörð í Danmörku eftir að vesturþýskt tankskip strandaði.
  • 5. ágúst - Kertum var fleytt á Reykjavíkurtjörn þegar 40 ár voru liðin frá því að kjarnorkusprengju var varpað var á Hiroshima í Japan. Síðan hefur þetta verið gert árlega.
  • 6. ágúst - Afhjúpaður var minnisvarði um Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafnara í landi Miðhúsa á Fljótsdalshéraði, en þar var hann fæddur.
  • 10. ágúst - Hafnarfjarðarganga haldin í baráttunni gegn kjarnorkuvopnum.
  • 12. ágúst - Japan Airlines flug 123 fórst í Japan með þeim afleiðingum að 520 létust.
  • 14. ágúst - Accomarca-fjöldamorðin: Hermenn myrtu tugi óvopnaðra þorpsbúa í Ayacucho í Perú.
  • 20. ágúst - Íran-Kontra-hneykslið: Fyrstu flugskeytin af BGM-71 TOW-gerð voru send til Íran í skiptum fyrir gísla í Líbanon.
  • 23. ágúst - Fjöldahandtökur fóru fram í Soweto í Suður-Afríku eftir mótmæli gegn stjórn hvíta minnihlutans.
  • 25. ágúst - 6500 konur tóku þátt þegar kvennahlaupið Tjejmilen var haldið í annað sinn í Stokkhólmi.
  • 27. ágúst - Ibrahim Babangida varð forseti Nígeríu eftir valdarán.
  • 28. ágúst - Fyrsta reykingabannið í Bandaríkjunum var sett í öllum veitingastöðum í Aspen í Colorado.
  • 31. ágúst - Bandaríski fjöldamorðinginn Richard Ramirez var handtekinn í Los Angeles.

September

Thumb
Rústir sjúkrahúss í Mexíkóborg eftir jarðskjálftann.

Október

Thumb
Flugtak Atlantis

Nóvember

Thumb
Eldgosið í Nevado del Ruiz.

Desember

  • 1. desember - Samtök íberóamerískra ríkja voru stofnuð.
  • 6. desember - Hafskip hf. var gert gjaldþrota og var þetta stærsta gjaldþrotamál á Íslandi um langan aldur.
  • 8. desember - Samtök um svæðisbundna samvinnu Suður-Asíuríkja voru stofnuð.
  • 12. desember - Arrow Air flug 1285 hrapaði eftir flugtak á Nýfundnalandi. 256 farþegar létust.
  • 12. desember - Sænska kvikmyndin Líf mitt sem hundur var frumsýnd.
  • 16. desember - Mafíuforingjarnir Paul Castellano og Thomas Bilotti voru skotnir til bana að undirlagi John Gotti sem þá varð leiðtogi Gambinufjölskyldunnar.
  • 17. desember - Opnuð var brú á Bústaðavegi í Reykjavík, yfir Kringlumýrarbraut, 72 m á lengd og 26 m breið.
  • 24. desember - Hægriöfgamaðurinn David Lewis Rice myrti mannréttindalögfræðinginn Charles Goldmark og fjölskyldu hans í Seattle.
  • 26. desember - Íslenska kvikmyndin Löggulíf var frumsýnd.
  • 27. desember - Árásirnar á flugvellina í Vín og Róm: Meðlimir hryðjuverkasamtaka Abu Nidal gerðu árásir á tveimur flugvöllum með hríðskotarifflum og handsprengjum. 19 létust og hundruð særðust.
  • 27. desember - Náttúrufræðingurinn Dian Fossey fannst myrt í Rúanda.
  • 29. desember - Brjóstmynd af Gunnari Thoroddsen var afhjúpuð við Fríkirkjuveg 11 þegar 75 ár voru frá fæðingu hans.
  • 31. desember - Sinubrunar urðu vegna flugelda á höfuðborgarsvæðinu, því að þurrt var og auð jörð.

Ódagsettir atburðir

Remove ads

Fædd

Remove ads

Dáin

Nóbelsverðlaunin

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads