Eldgosið í Eyjafjallajökli 2010

From Wikipedia, the free encyclopedia

Eldgosið í Eyjafjallajökli 2010
Remove ads

Eldgosið í Eyjafjallajökli 2010 hófst snemma að morgni 14. apríl 2010 og stóð til 23. maí sama ár. Gosið var í toppgíg Eyjafjallajökuls og kvikan bræddi ísinn sem er við gíginn. Stórt flóð rann norður um Gígjökul og út í Markarfljót. Flóð varð einnig í Svaðbælisá undir Eyjafjöllum.

Thumb
Gervihnattamynd af öskunni sem dreifðist suður 11. maí.
Thumb
Eyjafjallajökull, apríl 2010
Thumb
Öskustrókurinn.
Thumb
Skjálftarnar í Eyjafjallajökuli 2010, kort og teikning frá Veðurstofunni Íslands

Strax um morguninn var gossprungan orðin 2 km að lengd og teygði sig frá norðri til suðurs. Stór sigdæld myndaðist kringum gíginn og fór stækkandi. Þá var gosmökkurinn kominn í 22 þúsund feta hæð um hálf-ellefuleytið.[1]

Gosaska dreifðist um alla Evrópu og olli miklum truflunum á flugumferð, en flugsamgöngur stöðvuðust dögum saman í mörgum ríkjum. Öskumistur gerði oft á Suðurlandi næstu árin vegna fokösku.

Remove ads

Tengt efni

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads