14. apríl

dagsetning From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

14. apríl er 104. dagur ársins (105. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 261 dagur er eftir af árinu.

MarAprílMaí
SuÞrMiFiLa
12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930
2025
Allir dagar

Atburðir

  • 69 - Fyrsti bardaginn við Bedriacum: Vitellius sigraði heri Othos sem framdi sjálfsvíg.
  • 193 - Septimius Severus var hylltur af mönnum sínum sem keisari Rómar.
  • 1028 - Hinrik 3. varð keisari hins Heilaga rómverska ríkis.
  • 1191 - Selestínus 3. páfi tók við eftir lát Klemens 3.
  • 1205 - Orrustan um Adríanópel milli Búlgara og hers Latverska keisaradæmisins í Konstantínópel.
  • 1695 - Hafís barst inn á Faxaflóa í fyrsta sinn síðan 1615. Ísinn barst suður með Austurlandi og svo vestur með Suðurlandi og fyrir Reykjanes.
  • 1790 - Ólafur Stefánsson var skipaður stiftamtmaður, fyrstur Íslendinga.
  • 1814 - Napóleon Bónaparte sagði af sér keisaratign eftir ósigur í Sjötta bandalagsstríðinu.
  • 1849 - Ungverjar hófu uppreisn og lýstu yfir sjálfstæði frá Austurríki.
  • 1912 - Farþegaskipið RMS Titanic sigldi á borgarísjaka rétt fyrir miðnætti.
  • 1927 - fyrsti Volvo-bíllinn var framleiddur í Gautaborg.
  • 1931 - Þingrofsmálið: Alþingi var rofið og boðað til nýrra þingkosninga. Þingrofið var mjög umdeilt.
  • 1935 - Frakkar, Bretar og Ítalir gerðu með sér Stresasamkomulagið
  • 1962 - Handritastofnun Íslands sem síðar fékk nafnið Árnastofnun var stofnuð með sérstökum lögum þegar hillti undir lausn Handritamálsins.
  • 1963 - Hrímfaxi, flugvél Flugfélags Íslands, fórst við Osló og fórust tólf manns, flest Íslendingar.
  • 1975 - Söngleikurinn Chorus Line var frumsýndur á Shakespearehátíð í New York-borg.
  • 1980 - Fyrsta hljómplata Iron Maiden, Iron Maiden, kom út í Bretlandi.
  • 1983 - Ólafsvík fékk kaupstaðarréttindi.
  • 1984 - Friðarpáskar voru settir í Reykjavík.
  • 1985 - Alan García var kjörinn forseti Perú.
  • 1986 - Allt að 1 kílóa þung högl féllu í Bangladess með þeim afleiðingum að 92 létust.
  • 1986 - Fyrsti matsölustaður Hlöllabáta var opnaður í Reykjavík.
  • 1987 - Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli var vígð.
  • 1989 - Game Boy kom fyrst á markað í Japan.
  • 1990 - Bandaríski verðbréfasalinn Michael Milken játaði sig sekan um fjársvik.
  • 1991 - Þjófar stálu 20 verkum úr Van Gogh-safninu í Amsterdam. Myndirnar fundust innan við klukkutíma síðar í yfirgefnum bíl í nágrenninu.
  • 1992 - Ráðhús Reykjavíkur var tekið í notkun. Bygging þess kostaði á fjórða milljarð króna.
  • 1997 - 343 fórust í eldi í tjaldbúðum pílagríma í nágrenni Mekka.
  • 1999 - Kosóvóstríðið: Flugvélar NATO réðust á bílalest með albönskum flóttamönnum fyrir mistök og drápu 79 flóttamenn.
Remove ads

Fædd

Remove ads

Dáin

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads