Elinor Ostrom
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Dr. Elinor Claire Ostrom (fædd Awan; 7. ágúst 1933 – 12. júní 2012) var bandarískur stjórnmálafræðingur og hagfræðingur.[1] Hún var brautryðjandi í rannsóknum á stjórnun sameiginlegra auðlinda og sýndi fram á að samfélög geta sjálf þróað reglur og stofnanir til að tryggja sjálfbæra nýtingu þeirra. Með störfum sínum sameinaði hún hagfræði, stjórnmálafræði og félagsfræði á nýstárlegan hátt og varð þar með ein áhrifamesta fræðikona 20. aldar.[2]
Remove ads
Æviágrip
Ostrom fæddist í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum[3] og var eina barn foreldra sinna, Adrian Awan leikmyndahönnuðar og Leah Hopkins tónlistarkonu. Hún ólst upp á kreppuárunum og stundaði nám við Kaliforníuháskóla í Los Angeles (UCLA). Ostrom lauk þar BA-prófi í stjórnmálafræði árið 1954[1] og doktorsprófi í sömu grein árið 1965, þrátt fyrir mótlæti þeirra sem efuðust framhaldsnám kvenna á þessum tíma.[4] Hún gafst þó ekki upp og sýndi snemma þann ákafa og sjálfstæði sem einkenndi feril hennar. Ostrom hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 2009 og var þar með fyrsta konan til að hljóta þau verðlaun. Hún deildi verðlaununum með Oliver E. Williamson fyrir framlag sitt til skilnings á stjórnun efnahagslegra stofnana og hvernig reglur og traust móta árangur samfélaga.[3]
Akademískur ferill
Að loknu doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Kaliforníuháskóla í Los Angeles árið 1965 hóf Ostrom störf við Indiana háskólann í Bloomington þar sem hún starfaði meirihlutann af sínum starfsferli. Þar stofnaði hún síðar ásamt eiginmanni sínum, Vincent Ostrom, Workshop in Political Theory and Policy Analysis, sem varð áhrifamikil miðstöð rannsókna á sviði stjórnmálafræði, hagfræði og stofnanafræði.[2]
Á fyrstu árum sínum við rannsóknir beindi Ostrom athygli að því hvernig samfélög þróa reglur og stofnanir til að stýra sameiginlegum auðlindum. Hún tók meðvitaða afstöðu gegn ríkjandi viðhorfum hagfræðinnar á þessum tíma, aðeins ríkið eða markaðurinn gætu komið í veg fyrir ofnýtingu sameiginlegra gæða.[1] Ostrom þróaði síðar stofnanafræðilega umgjörð (e. Institutional Analysis and Development Framework - I.A.D.), í Understanding Institutional Diversity (2005). Það gerði fræðimönnum kleift að bera saman mismunandi form samstarfs, ákvarðanatöku og stofnana í stjórnun auðlinda. Með þessari nálgun blandaði hún saman eigindlegum og megindlegum aðferðum og lagði áherslu á að byggja fræðilegar niðurstöður á raunverulegum dæmum í stað stærðfræðilegra líkana.[1][2]
Remove ads
Framlög til hagfræðinnar
Elinor Ostrom lagði grunn að nýjum skilningi á samspili einstaklinga, samfélaga og stofnana í stjórnun auðlinda.[4] Hún lagði áherslu á traust, samvinnu og staðbundna lausnamiðlun og höfðu verk hennar víðtæk áhrif á hagfræði, stjórnmálafræði og stefnumótun á sviði sjálfbærrar nýtingar.[3]
Harmleikur almenninganna
Helsta fræðilega framlag Ostrom var að sýna fram á að fólk getur í mörgum tilvikum stýrt sameiginlegum auðlindum á skynsamlegan og sjálfbæran hátt með staðbundnum lausnum. Hún ögraði þannig ríkjandi kenningum um harmleik almenninganna (e. tragedy of the commons) sem gerðu ráð fyrir óhjákvæmilegri ofnýtingu slíkra auðlinda. Hún sýndi fram á að notendur geta sett sér eigin reglur án ríkisafskipta eða einkavæðingar og að einstaklingar væru ekki einungis að leita að hámörkun eigin hagsmuna. Ostrom setti þessar hugmyndir skýrt fram í bókinni Governing the Commons: The Evolution of Institutions for Collective Action sem kom út árið 1990.[1]
Lögmál Ostrom
Ostrom skilgreindi jafnframt nokkur grundvallarmarkmið sem einkenna farsæla stjórnun auðlinda og mótaði fræðilega umgjörð til að greina stofnanir og sameiginleg gæði.[4] Af rannsóknum hennar er dregið fram hlið svokallaða “lögmál Ostrom” sem hljóðar svo að auðlindafyrirkomulag sem virkar í reynd getur virkað í kenningu (e. a resource arrangement that works in practice can work in theory). Nálgun Ostrom hafði varanleg áhrif á hagfræði þar sem hún styrkti mikilvægi stofnana í hagfræðilegu samhengi og lagði áherslu á fjölþætt samstarf mismunandi aðila.[5]
Remove ads
Síðari ár
Ostrom starfaði við Indiana-háskólann alla sína starfsævi ásamt því að gegna rannsóknarstöðu við Ríkisháskólann í Arizona síðustu árin.[2] Eftir að hafa hlotið Nóbelsverðlaunin 2009 hélt hún áfram að vinna að rannsóknum og ráðgjöf og var ötul talskona sjálfbærra lausna í efnahagsmálum. Elinor Ostrom lést 12. júní 2012, 78 ára að aldri. Hún er talin hafa verið meðal merkustu hugsuða sinnar tíðar í félags- og hagfræði og var með fyrstu konum til að verða leiðandi fræðimaður á þeim sviðum.[6]
Tenglar
Heimildir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads
