Ellert B. Schram
íslenskur knattspyrnumaður og stjórnmálamaður From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Ellert Björgvinsson Schram (fæddur 10. október 1939, d. 24. janúar 2025) var alþingismaður og knattspyrnumaður.
Ellert útskrifaðist frá Verzlunarskóla Íslands árið 1959 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1966[1]. Hann lék einnig knattspyrnu fyrir KR og var á lista yfir markahæstu menn Úrvalsdeildarinnar frá árinu 1959 til 1964[2]. Ellert lék einnig með landsliði Íslands í knattspyrnu.
Ellert var alþingismaður Sjálfstæðisflokksins 1971-1979 og 1983-1987 og Samfylkingarinnar 2007-2009.
Ellert var kjörinn forseti Íþróttasambands Íslands árið 1991 og gegndi því embætti til ársins 2006. Hann var sæmdur riddarakross Fálkaorðunnar árið 2001 „fyrir störf í þágu íþrótta.“
Ellert lést árið 2025. [3]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads