Eminem

From Wikipedia, the free encyclopedia

Eminem
Remove ads

Marshall Bruce Mathers III (f. 17. október 1972), þekktur undir nafninu Eminem, er bandarískur rappari, lagahöfundur og upptökustjóri. Hann er þekktur fyrir að auka hylli hipphopps meðal bandarísks almúgafólks og er talinn einn besti rappari allra tíma.

Staðreyndir strax Fæddur, Önnur nöfn ...
Remove ads
Remove ads

Æviágrip

Hann ólst upp í Detroit og byrjaði að rappa fjórtán ára. Eftir nokkur ár tók hann þátt í rappkeppni í landi sínu, þar sem hann gerði góða hluti, og varð hann fljótur að skapa sér nafn. Árið 1995 var hann neyddur til að skpita um tónlistanafn, M&M, vegna ágreinings um höfundarrétts Mars, Inc., sem framleiðir súkkulaðihnappa M&M's. Þess í stað fann hann upp nafnið Eminem, MM (á ensku, M og M), sem eru upphafsstafir hans.

Eminem kynntist Kimberly árið 1989 þegar hann var fimmtán ára og hún þrettán ára í partýi hjá sameiginlegum vin.[3] Eminem og Kimberly voru gift 1999–2001.

Remove ads

Ferill

Ferill hans í tónlist hófst þegar hann fékk samning við Aftermath Records árið 1997. Það var rapparinn og plötuframleiðandinn Dr. Dre, sem sá hann eftir að hann hafnaði í öðru sæti í rappkeppni. Hljómplatan The Slim Shady LP var gefin út árið 1999. Á henni má finna lagið „Guilty Conscience“ sem varð mjög frægt.

Eminem hefur unnið til fjölda verðlauna, meðal annars Óskarsverðlauna.

Útgefið efni

Breiðskífur

  • Infinite (1996)
  • The Slim Shady LP (1999)
  • The Marshall Mathers LP (2000)
  • The Eminem Show (2002)
  • Encore (2004)
  • Relapse (2009)
  • Recovery (2010)
  • The Marshall Mathers LP 2 (2013)
  • Revival (2017)
  • Kamikaze (2018)
  • Music to Be Murdered By (2020)
  • The Death of Slim Shady (Coup de Grâce) (2024)

Samvinnuplötur

  • Devil's Night (með D12) (2001)
  • D12 World (með D12) (2004)
  • Hell: The Sequel (með Bad Meets Evil) (2011)

Tilvísanir

Loading content...

Athugasemdir

Loading content...

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads