Emmanuelle Charpentier

Franskur örverufræðingur og lífefnafræðingur From Wikipedia, the free encyclopedia

Emmanuelle Charpentier
Remove ads

Emmanuelle Marie Charpentier (f. 11. desember 1968) er franskur örverufræðingur, erfðafræðingur og lífefnafræðingur. Hún vann til Nóbelsverðlauna í efnafræði árið 2020 ásamt Jennifer Doudna fyrir þróun þeirra á CRISPR-erfðatækninni. Charpentier er meðlimur í frönsku vísindaakademíunni og frönsku tækniakademíunni.

Staðreyndir strax Örverufræði, lífefnafræði 20. og 21. öld, Nafn: ...
Remove ads

Menntun og störf

Emmanuelle Charpentier nam lífefnafræði og örverufræði við Pasteur-stofnunina frá 1992 til 1995. Hún útskrifaðist árið 1995 með doktorsgráðu í örverufræði frá Háskóla Pierre og Marie Curie árið 1995. Frá árinu 1995 vann hún nýdoktorsrannsóknir í Bandaríkjunum við Rockefeller-háskóla í New York, við læknadeild New York-háskóla, við Skirball-stofnunina í New York og við Rannsóknarbarnaspítala Heilagrar Júttu í Memphis.[1]

Árið 2002 réð formaður rannsóknarhóps Charpentier sem gestaprófessor og síðan lektor við Vínarháskóla í Austurríki og hélt hún þeirri stöðu til ársins 2009. Árið 2009 var hún ráðin dósent við Háskólann í Umeå og stýrði þar rannsóknarteymi.

Árið 2013 varð hún prófessor við læknisfræðiskólann í Hanover og við smitrannsóknastofnunina í Brúnsvík í Þýskalandi.

Árið 2014 vann Charpentier til Alexander von Humboldt-prófessorsverðlaunanna. Hún hefur síðan þá unnið hjá þremur stofnunum; í Umeå, Hanover og Brúnsvík.[2]

Í apríl árið 2014 tilkynnti félagið CRISPR Therapeutics, sem Charpentier stofnaði ásamt Rodger Novak og Shaun Foy, að það hefði aflað 25 milljarða Bandaríkjadala til að þróa erfðabreytingatækni á grundvelli CRISPR-Cas9-tækninnar í lækningaskyni.[3][4][5]

Árið 2015 var Emmanuelle Charpentier ráðin sem framkvæmdastjóri Max Planck-stofnunarinnar fyrir smitfræði í Berlín. Frá 2018 hefur hún verið framkvæmdastjóri Max Planck-rannsóknarmiðstöðvarinnar í sýklavísindum.

Remove ads

Framlög til vísinda

Emmanuelle Charpentier vinnur við stýringu á genatjáningu frá sjónarhorni ríbósakjarnsýra og við sameindagrundvöll smitunar. Hún hefur einnig fengist við rannsóknir á því hvernig gerlar berjast gegn sýkingum.

Hún varð heimsfræg með því að greina hlutverk próteinsins Cas9 í ónæmiskerfi tiltekinna gerla. Hún fann jafnframt upp CRISPR/Cas9-erfðatæknina ásamt Jennifer Doudna, sem hefur gerbylt sviði erfðatækninnar.[6] Fyrir þessa uppgötvun hefur Charpentier unnið til fjöldra mikilsvirtra verðlauna og viðurkenninga, þar á meðal Nóbelsverðlaunanna í efnafræði árið 2020.[7]

Remove ads

Einkahagir

Emmanuelle Charpentier fæddist í úthverfunum sunnan við París. Hún á tvær eldri systur.[8]

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads