Foo Fighters
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Foo Fighters er bandarísk rokkhljómsveit stofnuð af Dave Grohl, fyrrum trommara Nirvana, árið 1994. Hljómsveitin byrjaði sem sólóverkefni Grohl en verkefnið vatt upp á sig og árið 1995 gengu Nate Mendel (bassi), William Goldsmith (trommur) og Pat Smear (gítar) til liðs við sveitina. Sá síðastnefndi hafði áður verið liðsfélagi Grohl í Nirvana. Goldsmith og Smear yfirgáfu svo bandið árið 1997 og í stað þeirra komu Taylor Hawkins (trommur) og Franz Stahl (gítar). Smear byrjaði svo aftur að spila með bandinu 2005 sem gestahljóðfæraleikari og var svo aftur að fullu orðinn liðsmaður sveitarinnar árið 2011. Árið 2017 gekk svo Rami Jaffee (hljómborð) í raðir sveitarinnar eftir að hafa spilað með henni á tónleikum og í stúdíói um nokkurt skeið.
Árið 2022 lést trommuleikarinn Taylor Hawkins á tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar um Suður-Ameríku. Ári síðar var tilkynnt að Josh Freese hefði tekið sæti hans við trommurnar. Hann var látinn fara árið 2025. [1]
Foo Fighters hafa unnið til 15 Grammy-verðlauna, þar af fimm sinnum fyrir bestu rokkplötuna. Árið 2021 voru þeir svo teknir inn í Fræðgarhöll rokksins.
Remove ads
Breiðskífur
- Foo Fighters (1995)
- The Colour and the Shape (1997)
- There Is Nothing Left to Lose (1999)
- One by One (2002)
- In Your Honor (2005)
- Echoes, Silence, Patience & Grace (2007)
- Wasting Light (2011)
- Sonic Highways (2014)
- Concrete and Gold (2017)
- Medicine at Midnight (2021)
- But Here We Are (2023)
Foo Fighters á Íslandi
Foo Fighters hefur í þrígang spilað á Íslandi:
- 26. ágúst 2003 í Laugardagshöll. Frægt er að hljómsveitin NilFisk hitaði upp fyrir þá tónleika eftir að meðlimir Foo Fighters höfðu hitt fyrir meðlimi Nilfisk á hljómsveitaræfingu á Stokkseyri kvöldið áður. Einnig hituðu upp íslenska hljómsveitin Vínyll og bandaríska hljómsveitin My Morning Jacket.
- 5. júlí 2005 á Reykjavík Rocks 2005 hátíðinni í Egilshöll. Upphitunarbönd voru bandaríska rokksveitin Queens of the Stone Age og íslenska rokkhljómsvetin Mínus.
- 16. júní 2017 á tónlistarhátíðinni Secret Solstice á Valhallarsviðinu í Laugardalnum.
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads