Fram (skip)
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Fram er skip (þrímastra skonnorta með gufuvél), teiknað og smíðað af Colin Archer. Fridtjof Nansen notaði skipið þegar hann komst á Norðurpólinn 1895 og Roald Amundsen notaði það þegar hann kannaði Suðurskautslandið. Skipið var byggt til að þola harðan ágang ísins í kringum norður- og suðurpólinn, gert úr ítalskri eik og hafði næstum engan kjöl. Skrúfan og stýrið voru útbúin þeirri tækni að hægt var að draga þau inn í skrokk skipsins til að þau skemmdust ekki í ísnum.
Skipið er nú varðveitt í Fram safninu í Osló.
Remove ads
Ferðir

Að norðurpólnum
Nansen lét skipið frjósa fast í ísnum við Svalbarða þegar hann var á leið sinni á Norðurpólinn og gekk á skíðum þaðan áleiðis að pólnum þótt hann kæmist ekki norðar en á rúmlega 86. breiddargráðu. Skipið færðist með hafstraumi og þegar ísa leysti sigldu skipverjar til Norður-Noregs. Þangað komu Nansen og Hjalmar Johansen sem gekk með honum.
Kortagerð með Sverdrup
1898 fór Otto Sverdrup ásamt áhöfn á Fram til eyjanna norður af Kanada til að kortleggja þær og skoða gróðurfar, dýr, jarðfræði og hafdýpi í kringum þær. Fyrir þessa ferð var skipinu breytt til að auka við plássið uppi á dekki.
Leitin að suðurpólnum
Roald Amundsen ákvað að nota Fram til ferðar sinnar til suðurpólsins. Amundsen komst á suðurpólinn 14. desember 1911 eftir kapphlaup við bretann Robert Scott, sem einnig þráði að komast fyrstur á pólinn. Scott hafði einnig keppst við að komast á norðurpólinn á undan Nansen, en heppnaðist hvorki þá né við suðurskautið.
Remove ads
Tenglar
- Fram-safnið í Osló Geymt 9 ágúst 2004 í Wayback Machine
- Kort af leiðangri Fram við norðurskautið Geymt 13 október 2008 í Wayback Machine
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads