Fram (skip)

From Wikipedia, the free encyclopedia

Fram (skip)
Remove ads

Fram er skip (þrímastra skonnorta með gufuvél), teiknað og smíðað af Colin Archer. Fridtjof Nansen notaði skipið þegar hann komst á Norðurpólinn 1895 og Roald Amundsen notaði það þegar hann kannaði Suðurskautslandið. Skipið var byggt til að þola harðan ágang ísins í kringum norður- og suðurpólinn, gert úr ítalskri eik og hafði næstum engan kjöl. Skrúfan og stýrið voru útbúin þeirri tækni að hægt var að draga þau inn í skrokk skipsins til að þau skemmdust ekki í ísnum.

Staðreyndir strax

Skipið er nú varðveitt í Fram safninu í Osló.

Remove ads

Ferðir

Thumb
Fridtjof Nansen fyrir framan Fram á leiðinni á Norðurpólinn

Að norðurpólnum

Nansen lét skipið frjósa fast í ísnum við Svalbarða þegar hann var á leið sinni á Norðurpólinn og gekk á skíðum þaðan áleiðis að pólnum þótt hann kæmist ekki norðar en á rúmlega 86. breiddargráðu. Skipið færðist með hafstraumi og þegar ísa leysti sigldu skipverjar til Norður-Noregs. Þangað komu Nansen og Hjalmar Johansen sem gekk með honum.

Kortagerð með Sverdrup

1898 fór Otto Sverdrup ásamt áhöfn á Fram til eyjanna norður af Kanada til að kortleggja þær og skoða gróðurfar, dýr, jarðfræði og hafdýpi í kringum þær. Fyrir þessa ferð var skipinu breytt til að auka við plássið uppi á dekki.

Leitin að suðurpólnum

Roald Amundsen ákvað að nota Fram til ferðar sinnar til suðurpólsins. Amundsen komst á suðurpólinn 14. desember 1911 eftir kapphlaup við bretann Robert Scott, sem einnig þráði að komast fyrstur á pólinn. Scott hafði einnig keppst við að komast á norðurpólinn á undan Nansen, en heppnaðist hvorki þá né við suðurskautið.

Remove ads

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads