Glóbrystingslilja
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Fritillaria pudica er smávaxin planta sem finnst í vestari hluta Bandaríkjanna (Idaho, Montana, Oregon, Washingtonríki, Wyoming, nyrst í Kaliforníu, Nevada, norðvestur Colorado, Norður Dakota og Utah) og Kanada (Alberta og Bresku Kólumbíu).[1][2] Það er jurt af liljuætt sem fyrst var lýst af Frederick Traugott Pursh, og fékk sitt núverandi nafn af Kurt Sprengel (1766-1833). Blómið er gult og bjöllulaga. Hún vex í þurrum, lausum jarðvegi; hún er með fyrstu plöntum til að blómstra eftir að snjóa leysir, en blómið endist ekki lengi; eftir því sem krónublöðin eldast, verða þau múrsteinsrauð og sveigjast út.[3][4][5][6][7]
Fritillaria pudica myndar smáa lauka, sem hægt er að grafa upp og éta hráa eða eldaða; hún þjónaði indíánum vel sem fæði fyrrum, og er stundum étin enn. Nútildags er jurtin ekki svo algeng svo að grafa upp lauka og éta er frekar gert í neyð. Jurtin er kölluð [ˈsɨkni] á Sahaptin.
Remove ads
Tilvitnanir
Ytri tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads