Oregon

fylki í Bandaríkjunum From Wikipedia, the free encyclopedia

Oregon
Remove ads

Oregon er fylki á vesturströnd Bandaríkjanna. Fylkið liggur að Washington í norðri, Idaho í austri, Nevada og Kaliforníu í suðri og Kyrrahafinu í vestri. Það er 9. stærsta fylki Bandaríkjanna eða 248.849 km2.

Staðreyndir strax Land, Varð opinbert fylki ...

Salem er höfuðborg Oregon, en stærsta borg fylkisins er Portland. Eugene er þriðja stærsta borgin. Borgir þessar eru í Willamette-dal þar sem 70% íbúa fylkisins búa. Um 4,2 milljón manns býr í Oregon (2020).

Remove ads

Söguágrip

Svæðið sem nú er Oregon er talið hafa verið byggt mönnum í um 15.000 ár líkt hellaristur úr Fort Rock hellinum hafa sýnt. Síðar könnuðu Evrópumenn svæðið og voru Spánverjar fyrstir á 16 öld. Bretinn James Cook kannaði Kyrrahafsströndina árið 1778. Árið 1859 varð Oregon fylki í Bandaríkjunum.

Náttúrufar

Fossafjöll liggja í gegnum fylkið og hefur að geyma eldkeilur. Mount Hood er hæsta fjallið eða 3425 metrar að hæð. Columbia-fljót myndar hluta nyrðri landamæri fylkisins. Um 48 % fylkisins er skógi vaxið. Áberandi trjátegundir eru degli, ponderosafura og risalífviður, marþöll og fjallaþöll.

Mörg villt spendýr lifa í Oregon. Meðal annars birnir, elgir, úlfar, fjallaljón, rauðrefir, íkornar, bjórar og þvottabirnir. Crater Lake National Park er eini þjóðgarðurinn.

Remove ads

Samfélag

Pólitík

Vesturhluti Oregon er í meira mæli frjálslyndur og vinstrisinnaður á meðan íbíar vestan Fossafjalla eru hægrisinnaðir. Marijúana er löglegt og neysluskammtar fyrir harðari efni ekki refsiverðir. Beint líknardráp var lögleitt árið 1994 í ríkinu (Death with Dignity Act). Dauðarefsing hefur ekki verið notuð þar síðan 1997.

Íbúar

70% íbúa býr í Willamette-dalnum. Timburiðnaður og laxveiði eru mikilvægar atvinnugreinar. Um 78% íbúa eru hvítir, 12% mið- og suður- amerískir, 2% svartir, 4% asískir og 1% frumbyggjar.

Íþróttir

Portland Trail Blazers er körfuboltalið í NBA-deildinni og Portland Timbers knattspyrnulið í MLS-deildinni.

Myndir

Tilvísanir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads