Frjálslyndi flokkurinn (Kanada)

Kanadískur stjórnmálaflokkur From Wikipedia, the free encyclopedia

Frjálslyndi flokkurinn (Kanada)
Remove ads

Frjálslyndi flokkurinn er kanadískur stjórnmálaflokkur. Flokkurinn hefur verið í áhrifastöðu í kanadískum stjórnmálum mikinn hluta af sögu landsins[1][2] og var við völd í tæp 69 ár á 20. öldinni, lengur en nokkur annar stjórnmálaflokkur í þróuðu ríki. Fyrir þær sakir er flokkurinn stundum kallaður „hinn hefðbundni stjórnarflokkur“ Kanada.[3][4]

Staðreyndir strax Frjálslyndi flokkurinn Liberal Party of CanadaParti libéral du Canada ...

Flokkurinn kennir sig við frjálslyndisstefnu[5][6][7] og er yfirleitt talinn standa í miðjunni eða til miðvinstri í litrófi kanadískra stjórnmála; vinstra megin við Íhaldsflokkinn en hægra megin við Nýja lýðræðisflokkinn (sem hefur stundum stutt minnihlutastjórnir Frjálslynda flokksins).[5][2][8] Líkt og kanadíski Íhaldsflokkurinn er Frjálslyndi flokkurinn þó gjarnan talinn rúma margar ólíkar stefnur[4] og flokkurinn sækir fylgi sitt til fjölbreyttra hópa kjósenda.[9] Á áttunda áratugnum lýsti forsætisráðherrann Pierre Elliott Trudeau því yfir að Frjálslyndi flokkurinn aðhylltist „róttæka miðjustefnu“.[10][11]

Meðal stefnumála og lagasetninga Frjálslynda flokksins í gegnum tíðina má nefna stofnun almennrar heilsugæslu, kanadískra lífeyrissjóða, stúdentalána, friðargæslu, alþjóðahyggju, sjálfstæði Kanada með núverandi stjórnarskrá landsins, viðurkenningu á réttindaskrá Kanada, mögulegt lagaferli fyrir aðskilnað fylkja úr kanadíska ríkjasambandinu, lögleiðingu á hjónabandi samkynhneigðra, lögleiðingu á dánaraðstoð og á kannabisneyslu og setningu almennra kolefnisskatta.[6][12]

Árið 2015 vann Frjálslyndi flokkurinn undir forystu Justins Trudeau sinn mesta kosningasigur frá árinu 2000 og hlaut hreinan þingmeirihluta með 184 þingsætum og 39,5 prósentum atkvæða. Í þingkosningum árið 2019 tapaði flokkurinn nokkru fylgi og náði ekki að viðhalda meirihluta sínum en var þó áfram stærsti flokkurinn á kanadíska þinginu.[13] Í næstu kosningum, sem voru haldnar 20. september 2021, mistókst Frjálslynda flokknum að endurheimta meirihluta á þingi en flokkurinn hlaut aftur flest þingsæti.[14]

Remove ads

Leiðtogar Frjálslynda flokksins

Remove ads

Gengi í þingkosningum

Nánari upplýsingar Kosningar, Leiðtogar ...
  1. Nýi lýðræðisflokkurinn varði stjórn Frjálslynda flokksins vantrausti frá mars 2022 til september 2024.
Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads