Paul Martin

21. forsætisráðherra Kanada From Wikipedia, the free encyclopedia

Paul Martin
Remove ads

Paul Edgar Philippe Martin (f. 28. ágúst 1938) er kanadískur stjórnmálamaður sem var forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Frjálslynda flokksins frá 2003 til 2006. Hann var jafnframt fjármálaráðherra Kanada í ríkisstjórn Jeans Chrétien frá 1993 til 2002. Martin myndaði minnihlutastjórn Frjálslynda flokksins eftir þingkosningar í Kanada árið 2004 en tapaði kosningum gegn Íhaldsflokknum árið 2006. Stephen Harper, leiðtogi Íhaldsflokksins, tók við af Martin sem forsætisráðherra þann 6. febrúar 2006.

Staðreyndir strax Forsætisráðherra Kanada, Þjóðhöfðingi ...
Remove ads

Æviágrip

Paul Martin var einn nánasti samstarfsmaður Jeans Chrétien forsætisráðherra og var lengi fjármálaráðherra í stjórn hans. Undir lok stjórnartíðar Chrétiens slettist upp á vinskap þeirra og Martin var vikið úr stjórninni. Chrétien gaf út að hann hygðist setjast í helgan stein sem leiðtogi Frjálslynda flokksins árið 2003 og var Martin þá kjörinn nýr leiðtogi flokksins. Martin tók við af Chrétien sem forsætisráðherra Kanada þann 12. desember 2003.[1]

Þegar Martin tók við stjórnartaumunum stokkaði hann upp í stjórninni og lagði áherslu á að marka skil milli sinnar stjórnar og stjórnar Chrétiens. Hann sagðist sammála ákvörðun Chrétiens um að Kanada tæki ekki þátt í Íraksstríðinu með Bandaríkjunum og Bretum en gagnrýndi þó hvernig Chrétien hefði komið afstöðu Kanada til skila. Hann sagðist mótfallinn því að lögleiða kannabis en vildi þó beita sektum í forvarnarskyni fremur en fangelsisvist.[1]

Martin boðaði til kosninga í júní 2004 og sagðist telja að hann gæti myndað meirihlutastjórn að þeim loknum.[2] Frjálslyndi flokkurinn tapaði þingmeirihluta sínum í kosningunum en var áfram stærsti flokkurinn. Martin varð því að mynda minnihlutastjórn.[3]

Í stjórnartíð Martins andaði áfram köldu milli Kanada og Bandaríkjanna, sér í lagi eftir að Martin neitaði að taka þátt í bandaríska eldflaugavarnarkerfinu. Tilhneiging Martins til að skipta um skoðun í þessu og fleiri málum leiddi til þess að tímaritið The Economist uppnefndi hann „Herra Vingul“ (e. Mr. Dithers).[4]

Hjónabönd samkynhneigðra voru lögleidd í Kanada í stjórnartíð Martins árið 2005.[5]

Martin rauf þing og boðaði til þingkosninga í nóvember 2005 eftir að kanadíska þingið samþykkti vantrauststillögu á minnihlutastjórn hans.[6] Tilefni vantrauststillögunnar var ásökun um spillingu meðal forystumanna Frjálslynda flokksins á þá leið að þeir hefðu tekið við greiðslum af auglýsingafyrirtækjum sem ráðin voru til að sinna verkefnum á vegum ríkisins í stjórnartíð Chrétiens. Rannsóknarnefnd taldi Martin sjálfan ekki hafa komið nærri hneykslinu.[7]

Frjálslyndi flokkurinn tapaði kosningunum fyrir Íhaldsflokknum þann 23. janúar 2006. Martin tilkynnti í kjölfarið að hann myndi hætta sem leiðtogi Frjálslynda flokksins.[8]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads