Gabrielle Anwar
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Gabrielle Anwar(fædd, 4. febrúar 1970) er ensk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Burn Notice, Scent of a Woman, The Three Musketeers og The Tudors.
Remove ads
Einkalíf
Anwar er fædd og uppalinn í Laleham, Middlesex á Englandi og stundaði nám við Italia Conti Academy of Theatre Arts í drama og dansi.
Anwar fluttist nítján ára gömul til Los Angeles ásamt bandaríska leikaranum Craig Sheffer en þau kynntust í London og saman eiga þau eina dóttur. Var hún síðan gift leikaranum John Verea og saman eiga þau tvö börn.[1]
Hefur hún síðan 2010 verið í sambandi við veitingahúsaeigandann Shareef Malnik.[2]
Remove ads
Ferill
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk Anwar var árið 1986 í Hideaway. Hefur hún síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við First Born, Press Gang, Beverly Hills 90210, John Doe, Law & Order: Special Victims Unit og The Tudors.
Anwar lék fyrrverandi IRA fulltrúann Fiona Glenanne í Burn Notice frá 2007-2013, þegar hætt var við framleiðslu á þættinum.[3]
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Anwar var árið 1988 í Manifesto. Árið 1992 var henni boðið lítið hlutverk í Scent of a Woman sem Donna, þar sem hún dansar tangó við persónu Al Pacino. Lék hún á móti Charlie Sheen, Kiefer Sutherland og Chris O´Donnell í The Three Musketeers árið 1993. Síðan þá hefur hún komið fram í kvikmyndum á borð við Nevada, If You Only Knew, Save It for Later og A Warrior´s Heart.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Remove ads
Verðlaun og tilnefningar
Academy of Sciene Fiction, Fantasy & Horror Films-verðlaunin
- 2007: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir The Librarian: Return to King Solomon´s Mines.
Gemini-verðlaunin
- 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahluverki í dramaseríu fyrir The Tudors.
Teen Choice-verðlaunin
- 2010: Tilnefnd sem besta leikkona í spennuþætti fyrir Burn Notice.
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads