Geislaspilari

From Wikipedia, the free encyclopedia

Geislaspilari
Remove ads

Geislaspilari er hljómflutningstæki sem spilar stafrænt hljóð af geisladiskum. Fyrstu geislaspilararnir komu á markað árið 1982 (Sony CDP-101) og náðu miklum vinsældum á 9. og 10. áratug 20. aldar. Notkun þeirra dróst saman eftir aldamótin 2000 þegar algengara var að dreifa tónlist á Internetinu, ýmist með hljóðskrám eða í streymi.[1][2]

Thumb
Ferðageislaspilari frá Panasonic.

Geislaspilarar komu fyrir sem sérstök tæki, eða sem ferðatæki, með úttaki fyrir magnara, hátalara og heyrnartól. Geislaspilarar voru líka vinsælir í hljómtækjastæðum og bílútvörpum. Fyrstu geislaspilararnir notuðust við púlskóðamótun fyrir stafræna merkið, en nýrri tæki geta spilað ólík skráarsnið eins og MP3, AAC og WMA. Til eru sérhæfðir geislaspilarar fyrir plötusnúða þar sem hægt er að breyta hraða afspilunar. Geisladrif í tölvum geta líka virkað eins og geislaspilari. Hið sama á við um DVD-spilara og margar leikjatölvur.

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads