Gemella
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Gemella er ættkvísl Gram-jákvæðra baktería (gerla) sem vaxa best við háan styrk CO2. Þær eru valfrjálst loftfælnar og bæði oxidasa- og katalasa neikvæðar. Þær nota eingöngu gerjandi efnaskipti, ýmist með myndun ediksýru og mjólkursýru eða ediksýru og CO2. Þannig stundar til dæmis G. haemolysans mjólkur- og ediksýrumyndandi gerjun ef súrefni er ekki til staðar í æti hennar, en sé súrefni til staðar myndar hún ediksýru og CO2 í jöfnum hlutföllum [2].
Bakteríur af Gemella ættkvísl finnast einkum í slímhúðum manna og annarra spendýra, gjarnan í munnholi og ofanverðum meltingarvegi.
Remove ads
Heimildir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads