Georg Cantor
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Georg Ferdinand Ludwig Philipp Cantor (1845 – 1918) var stærðfræðingur, fæddur í St. Pétursborg, en bjó lengst af og starfaði í Halle í Þýskalandi, þar sem hann kenndi við háskólann. Hann var sonur dansks kaupmanns og konu hans, sem var gyðingur og því taldist hann vera gyðingur. Hann var nemandi Karl Weierstrass. Hann átti allra manna mestan þátt í þróun mengjafræði og einnig í þróun óendanleikahugtaksins. Árið 1873 sýndi hann fram á teljanleika mengis ræðra talna. Jafnframt sýndi hann fram á að mengi rauntalna er ekki teljanlegt. Síðar fullkomnaði hann kenningu sína um óendanleg mengi og svokallaðar „ofurendanlegar“ tölur. Á seinni hluta ævi sinnar varð hann að glíma við erfiðan og vaxandi geðsjúkdóm.

Remove ads
Tengt efni
- Aleph-tölur
- Cantor-Lebesgue fallið
- Cantor mengið
- Mengjafræði
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads