Gift
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Gift er fjárfestingafélag sem var stofnað árið 2007 og var upphaflega í eigu Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga. Félagið er talið hafa fengið lán hjá Kaupþingi september 2008 sem var hugsað til þess eins að halda gengi Kaupþings uppi. [1] Árið 2011 gekk Gift í gegnum nauðasamninga hjá Arion banka og þá voru 57 milljarðar króna af skuldum Giftar afskrifaðir. [2]
Saga
Forsaga Fjárfestingarfélagsins Giftar er að finna í Samvinnutryggingum sem voru stofnaðar árið 1946 með stofnfé úr SÍS. Árið 1989 voru Samvinnutryggingar og Brunabótafélagið sameinuð og úr varð VÍS með um 50 þúsund félaga og rúmlega eitt þúsund fyrirtæki. Árið 2003 tóku Samvinnutryggingar svo þátt í kaupum á Búnaðarbankanum sem síðar varð Kaupþing og hagnaðist félagið mjög á kaupunum.
Haustið 2007 voru Samvinnutryggingar lagðar niður en eignir og skuldir yfirfærðar í fjárfestingarfélagið Gift sem hélt áfram að fjárfesta á markaði með eignir Samvinnutrygginga en að mestu í fyrirtækjum sem tengdust stjórnendum Giftar. Þar má nefna félög sem Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra, átti hlut í og félögum sem Þórólfur Gíslason, stjórnarformaður Giftar og kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagafjarðar átti í.
Remove ads
Tengsl við Kaupþing
Þórólfur og Finnur urðu eigendur að Kaupþingi við einkavæðingu Búnaðarbankans.
Tilvísanir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads