Gitanas Nausėda
Forseti Litáens From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Gitanas Nausėda (f. 19. maí 1964) er litáískur stjórnmálamaður og núverandi forseti Litáens.
Remove ads
Menntun
Nausėda nam við iðnaðarhagfræðideild Háskólans í Vilníus frá 1982 til 1987 og við hagfræðideild skólans frá 1987 til 1989.[1] Hann var skiptinemi við Mannheim-háskóla í Þýskalandi frá 1990 til 1992. Hann varði doktorsritgerð sína, „Tekjustefna í verðbólgu og kreppuverðbólgu“ árið 1993.[2] Hann hefur verið dósent í viðskiptadeild Háskólans í Vilníus frá árinu 2009.[3]
Starfs- og stjórnmálaferill
Að loknu námi vann Nausėda hjá rannsóknarstofnun fyrir hagfræði og einkavæðingu frá 1992 til 1993. Frá 1993 til 1994 vann hann fyrir litháíska Samkeppnisráðið sem formaður markaðsdeildarinnar. Frá 1994 til 2000 vann hann hjá litháíska seðlabankanum, fyrst í deild sem vaktaði fjárfestingabanka landsins og síðar sem framkvæmdastjóri peningastefnudeildar seðlabankans. Frá 2000 til 2008 var hann hagfræðingur og fjármálaráðgjafi hjá bankanum AB Vilniaus Bankas. Frá 2008 til 2018 var hann fjármálasérfræðingur, aðalráðgjafi og aðalhagfræðingur bankastjóra SEB Bankas.[4]
Árið 2004 studdi Nausėda kosningaherferð fyrrum forsetans Valdas Adamkus.
Nausėda lýsti því yfir þann 17. september árið 2018 að hann hygðist gefa kost á sér í forsetakosningum landins næsta ár. Hann vann kosningarnar í annarri umferð þann 26. maí árið 2019.[5] Hann tók við embætti þann 12. júlí sama ár.[6]
Nausėda var endurkjörinn forseti Litáens árið 2024. Hann hlaut um 76% atkvæða í seinni umferð kosninganna, þar sem hann sigraði Ingridu Šimonytė forsætisráðherra, sem hafði einnig verið mótframbjóðandi hans árið 2019.[7]
Remove ads
Einkalíf
Árið 1990 giftist hann Diönu Nausėdienė. Hjónin eiga tvær dætur.[8] Auk litháísku talar Nausėda ensku, þýsku og rússnesku.[9]
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads