1964

ár From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

1964 (MCMLXIV í rómverskum tölum) var 64. ár 20. aldar og hlaupár sem hófst á miðvikudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.

Atburðir

Janúar

Thumb
Páll 6. á Taborfjalli í Ísrael.

Febrúar

Thumb
Bítlarnir koma fram í The Ed Sullivan Show.
  • 1. febrúar - Gigliola Cinquetti sigraði söngvakeppnina í Sanremo með laginu „Non ho l'età“ (síðar íslenskað sem „Heyr mína bæn“).
  • 2. febrúar - Morðin í Hammersmith: Fyrsta fórnarlamb „Jack the Stripper“, Hannah Tailford, fannst nakið í ánni Thames.
  • 4. febrúar - 24. viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna sem bannaði hvers kyns nefskatt sem skilyrði fyrir kosningaþátttöku gekk í gildi.
  • 5. febrúar - Indland hætti við að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Kasmír, eins og lofað hafði verið 1948.
  • 6. febrúar - Bretland og Frakkland gerðu með sér samkomulag um gerð ganga undir Ermarsund.
  • 9. febrúar - Bítlarnir komu fram í fyrsta sinn í bandarísku sjónvarpi í The Ed Sullivan Show.
  • 10. febrúar - Árekstur Melbourne og Voyager: 82 ástralskir sjóliðar fórust þegar tvö herskip rákust á.
  • 11. febrúar:
    • Átök milli Kýpur-Tyrkja og Kýpur-Grikkja hófust í Limassol á Kýpur.
    • Lýðveldið Kína sleit stjórnmálasambandi við Frakkland eftir að Frakkar viðurkenndu Alþýðulýðveldið Kína.
    • Bítlarnir héldu sína fyrstu tónleika í Bandaríkjunum í Washington Coliseum.
  • 17. febrúar - Gerð var tilraun til að steypa forseta Gabon, Léon M'ba, af stóli í herforingjabyltingu, en franski herinn kom honum aftur til valda næsta dag.
  • 25. febrúar - Cassius Clay (sem breytti skömmu síðar nafninu í Muhammad Ali) vann heimsmeistaratitillinn í hnefaleikum.
  • 29. febrúar - 83 fórust þegar British Eagle International Airlines flug 802/6 rakst á fjallið Glungezer í Austurrísku Ölpunum.

Mars

Thumb
Ummerki eftir jarðskjálftann í Anchorage.

Apríl

Thumb
Heimssýningin í New York 1964.

Maí

Thumb
Nasser og Khrústsjov opna fyrsta áfanga Aswan-stíflunnar.
  • Hljómsveitin The Moody Blues var stofnuð.
  • 1. maí - Bandaríkjamennirnir John George Kemeny og Thomas Eugene Kurtz keyrðu fyrsta forritið sem þeir skrifuðu með forritunarmálinu BASIC.
  • 2. maí:
    • Víetnamstríðið: Víet Kong-liðar sökktu bandaríska flugmóðurskipinu USNS Card í höfninni í Saígon.
    • Fyrstu stóru mótmæli stúdenta gegn Víetnamstríðinu fóru fram í New York og San Francisco.
  • 7. maí - Pacific Air Lines flug 773 hrapaði í Kaliforníu með þeim afleiðingum að 44 fórust. Rannsókn á flugrita leiddi í ljós að farþegi hefði skotið flugmennina til bana.
  • 9. maí - Verkamannasamband Íslands var stofnað.
  • 12. maí - Tólf ungir menn brenndu herkvaðningarbréf sín í New York-borg til að mótmæla Víetnamstríðinu.
  • 14. maí - Níkíta Khrústsjov og Gamal Abdel Nasser opnuðu fyrsta áfanga Aswan-stíflunnar í Egyptalandi.
  • 16. maí - Fyrsti betablokkinn, própranólól, var búinn til af skoska lyfjafræðingnum James Black.
  • 17. maí - 150 hjólreiðamenn hjóluðu frá Manhattan að heimssýningunni í New York-borg til að berjast fyrir reiðhjólavænni götum.
  • 19. maí - Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði frá því að yfir 40 faldir hljóðnemar hefðu fundist í veggjum sendiráðs Bandaríkjanna í Moskvu.
  • 22. maí - Lyndon B. Johnson kynnti hugmyndina um „hið mikla samfélag“, röð félagslegra umbóta til að berjast gegn fátækt, í ræðu fyrir útskriftarnema Michigan-háskóla.
  • 24. maí - Knattspyrnuóeirðirnar í Líma 1964: Óeirðir brutust út á knattspyrnuleik milli Perú og Argentínu í kjölfar umdeildrar ákvörðunar dómara. 319 létu lífið og 500 slösuðust.
  • 27. maí - Kólumbísku skæruliðasamtökin FARC voru stofnuð sem „Suðurblokkin“.
  • 28. maí - Frelsissamtök Palestínu voru stofnuð í Jerúsalem.

Júní

Thumb
Rúta Ken Kesey og félaga.
  • 3. júní - Park Chung Hee lýsti yfir herlögum í Suður-Kóreu eftir fjöldamótmæli stúdenta.
  • 11. júní - Walter Seifert myrti tíu manns með eldvörpu í grunnskóla í Köln.
  • 12. júní - Nelson Mandela og 7 aðrir voru dæmdir í lífstíðarfangelsi í Suður-Afríku.
  • 14. júní:
    • Sjálfboðaliðasamtökin Freedom Summer hófu að berjast fyrir því að svartir Bandaríkjamenn í Mississippi nýttu sér kosningarétt sinn.
    • Bandaríski rithöfundurinn Ken Kesey hélt af stað ásamt félögum sínum í rútuferð þvert yfir Bandaríkin undir áhrifum LSD.
    • Abdirizak Haji Hussein varð forsætisráðherra Sómalíu.
  • 16. júní - 28 létust þegar jarðskjálfti, 7,5 að stærð, reið yfir undan strönd Japans við borgina Niigata.
  • 21. júní:
  • 25. júní - Eduardo Mondlane, leiðtogi FRELIMO, lýsti yfir upphafi skæruhernaðar gegn nýlenduyfirvöldum í Portúgölsku Austur-Afríku.
  • 26. júní - Moïse Tshombe sneri aftur til Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó eftir útlegð á Spáni.
  • 30. júní - Friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna hélt burt frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó eftir fjögurra ára friðargæslu.

Júlí

Thumb
Fyrstu nærmyndirnar af yfirborði tunglsins frá Ranger 7 könnunarfarinu.

Ágúst

  • 1. ágúst - Franskir vísindamenn stóðu fyrir eldflaugarskoti af Mýrdalssandi til að mæla rafeindir og róteindir í gufuhvolfinu. Annarri eldflaug var skotið viku síðar. Þær náðu um 400 kílómetra hæð.
  • 2. ágúst - Tonkinflóaatvikið: Byssubátar frá Norður-Víetnam réðust á bandarískan tundurspilli á Tonkinflóa en urðu frá að hörfa.
  • 4. ágúst - Lík þriggja baráttumanna fyrir mannréttindum, Michael Schwerner, Andrew Goodman og James Chaney, fundust grafin á sveitabæ í Mississippi þar sem félagar í Ku Klux Klan höfðu komið þeim fyrir.
  • 5. ágúst - Simbauppreisnin: Uppreisnarmenn náðu Stanleyville í Kongó á sitt vald og tóku þar fjölda vestrænna gísla.
  • 7. ágúst - Víetnamstríðið: Bandaríkjaþing veitti Bandaríkjaforseta heimild til að fyrirskipa hernaðaraðgerðir gegn Norður-Víetnam án formlegrar stríðsyfirlýsingar.
  • 13. ágúst - Síðustu aftökurnar fóru fram í Bretlandi þegar Gwynne Owen Evans og Peter Anthony Allen voru hengdir.
  • 16. ágúst - Víetnamstríðið: Herforinginn Nguyễn Khánh rændi völdum í Suður-Víetnam og lagði fram nýja stjórnarskrá sem samin hafði verið í bandaríska sendiráðinu.
  • 17. ágúst - Liverpool FC spilaði við KR á Íslandi og vann 5-0.
  • 18. ágúst - Alþjóðaólympíunefndin ákvað að banna liði Suður-Afríku að taka þátt í ólympíuleikunum í Tókýó vegna apartheid-stefnu stjórnvalda.
  • 20. ágúst - Gervihnattakerfið Intelsat hóf starfsemi.
  • 27. ágúst - Kvikmyndin Mary Poppins var frumsýnd. Myndin varð metsölumynd og vann til fjölda verðlauna.
  • 28. ágúst - Kynþáttaóeirðirnar í Philadelphiu 1964 hófust með átökum milli svartra íbúa og lögreglu.

September

Thumb
Warren-nefndin afhendir skýrsluna um morðið á John F. Kennedy.

Október

Thumb
Sovéskir íþróttamenn við opnun Ólympíuleikanna í Tókíó.

Nóvember

Thumb
Bjarni Benediktsson og Levi Eshkol forsætisráðherra Ísraels.

Desember

Thumb
Rústir kirkju í Dhanushkodi.
Remove ads

Fædd

Remove ads

Dáin

Nóbelsverðlaunin

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads