Grafarholt og Úlfarsárdalur

From Wikipedia, the free encyclopedia

Grafarholt og Úlfarsárdalur
Remove ads

Grafarholt og Úlfarsárdalur er hverfi í Reykjavík sem nær yfir Úlfarsárdal og Grafarholt. Hverfið markast af Vesturlandsvegi, Úlfarsá að sveitarfélagamörkum Mosfellsbæjar, til norðurs og austurs með sveitarfélagamörkum að og um Úlfarsfell að Vesturlandsvegi. Skólar í hverfinu eru þrír: Ingunnarskóli, Sæmundarskóli og Dalskóli. Einnig eru 4 leikskólar þeir heita: Maríuborg, Geislabaugur, Reynisholt og Dalsskóli (líka grunnskóli). Í Grafarholti er eitt vatn og heitir það Reynisvatn. Úlfarsá rennur í gegnum mörk Úlfarsársdals og Grafarholts og breytist svo í Korpúlfsstaðaá við Vesturlandsveg, svo er Úlfarsfell fyrir ofan hverfið það er 296 metra hátt. Hverfið er í póstnúmeri 113.

Thumb
Fjölbýlishús í Grafarholti.
Thumb
Kort sem sýnir afmörkun hverfisins.

Knattspyrnufélagið Fram er með starfsemi í hverfinu. Dalslaug er nýjasta sundlaug Reykjavíkur sem var opnuð í Úlfarsárdal árið 2021.

Íbúar í Grafarholti og Úlfarsárdal voru 8.280 árið 2023.[1]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads