Gramsverslun

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Gramsverslun (einnig kölluð Gamla Kaupfélagið) var verslun á Þingeyri í eigu Niels Christian Gram (f. 1838 í Danmörku) frá 1865 þar til dauðadags hans árið 1898.

Árið 1873 byggði hann verslunarhús úr Norskum viði og var það talið sérstaklega veglegt hús. Gram átti hönd í uppbyggingu Þingeyrar, þar sem hann kom til landsins með útgerðarskip með sér og jók þar með útgerð Þingeyringa. Hann átti ríkan part í að styðja iðnaðinn sem byggðist upp í kjölfarið, t.a.m. við hótelrekstur, seglasaum og grútarbræðslu. Einnig var hann fyrsti konsúll Ameríku á íslandi. Gram, í gegn um verslunina sína, styrkti Guðmund J. Sigurðsson til náms í vélsmíði og setti á laggirnar með honum vélsmiðju á Þingeyri, sem starfaði frá 1913 til 1995.

Eftir dauða Grams var það fyrst Milljónafélagið, svo Bræðurnir Proppé og loks Hlutafélagið Dofri sem áttu húsið þar til Kaupfélag Dýrfirðinga keypti húsið og hélt áfram rekstri allt fram til ársins 2004 þegar Ísafjarðabær eignast húsið.

Ísafjarðarbær auglýsti húsið árið 2022[1] og var það félagið Þingeyri ehf. sem tók við því, með þeim skilyrðum um að það yrði endurbætt. Þar sem húsið var í mikilli niðurníðslu og enginn rekstur var á meðan húsið var í eigu Ísafjarðarbæjar. [2]

Remove ads

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads