Gylfaginning

From Wikipedia, the free encyclopedia

Gylfaginning
Remove ads

Gylfaginning er annar hluti Snorra-Eddu á eftir Prologus sem skrifaður var af Snorra Sturlusyni á 13. öld. Í Gylfaginningu segir frá Gylfa, sem er sagður konungur þar „er nú heitir Svíþjóð“. Kaflinn byrjar á því að förukonan Gefjun kemur í ríki Gylfa og ginnir hann til að lofa sér landi sem fjórir uxar geti plægt á sólarhring. Gefjun, sem reynist af ætt ása, plægir þá burt land sem verður eyjan Sjáland, en gatið eftir það verður Lögurinn. Eftir þessi viðskipti ákveður Gylfi að fara til Ásgarðs í dulargervi og kallar sig Ganglera. Hann hittir þar þrjá konunga: Háan, Jafnháan og Þriðja; og spyr þá um allt sem hann vill vita um norrænu guðina, sköpun heimsins, ragnarök og fleira. Gylfaginning er um 20.000 orð að lengd, að stofni til í óbundnu máli, en með tilvitnunum í eddukvæði eins og Völuspá og Hávamál.

Thumb
Myndskreyting við Gylfaginningu úr íslensku eddukvæðahandriti frá 18. öld.
Remove ads

Tenglar

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads