Prologus Snorra-Eddu

From Wikipedia, the free encyclopedia

Prologus Snorra-Eddu
Remove ads

Prologus Snorra-Eddu eða formáli er er fyrsti hluti Snorra-Eddu og má finna hann, í einhverju formi, í öllum handritum verksins. Aðalhandrit Snorra-Eddu eru fjögur talsins og er allmikill munur á Prologus milli þeirra allra. Þar má glöggt sjá mismunandi gerðir formálans, eða áherslur og lærdóm í formálanum, sem endurspeglar ritunartíma handritanna og jafnvel skrifara þeirra.

Thumb
Óðinn á Sleipni. Úr pappírshandriti Snorra-Eddu, NKS 1867 4to, skráðu af séra Ólafi Brynjúlfssyn 1760,

Ekki er víst hvort Snorri Sturluson hafi í raun samið Prologus [1] en augljóst er að formálinn hefur verið aukinn og styttur eftir hentisemi þegar kom að því að skrifa textann upp í nýtt handrit. Þá hafa skrifarar tekið Prologus upp eftir heimild sinni og í einhverjum tilvikum aukið hann stórlega með eigin lærdómi.

Prologus segir frá sköpun heimsins, upphafi trúarbragða, hvaðan og hvernig Æsir fluttust til Norðurlanda og dreifðu úr sér þar. Sennilegast var Prologus Snorra-Eddu skrifaður til að setja heiðnar goðsagnir sem sagt er frá í Gylfaginningu og Skáldskaparmálum í kristilegan ramma. Heiðin trúarbrögð eru rakin til fornrar dýrkunar á náttúrunni, eins konar náttúruleg trúarbrögð sem komu upp þegar fólk, sem hafði týnd guðs nafni, gat skynjað tilvist æðri máttar með eigin athugunum á náttúrunni. Heiðnu guðirnir eru túlkaðir þanning að þeir hafa frá byrjun verið þekktir fornkonungar sem voru dýrkaðir sem guðir eftir dauða sinn. Samkvæmt þessu verða þá goðsagnirnar um heiðna guði ekkert annað en brengluð og hálfgleymd saga. Hugsanlega hefur höfundur með tali sínu um hinn sanna guð viljað „baktryggja“ sig, fyrirbyggja að menn færu að ásaka hann um trúvillu.

Remove ads

Saga Ásanna

Meginhluti þessa stutta kafla fjallar um sögu Ásanna. Sagt er að Æsir hafi komið frá Asíu og upprunalegt heimili þeirra var Trója, sem hér er skilið sem samheiti við Tyrkland: „Þar váru í borginni tólf höfðingjar. Þessir höfðingjar hafa verit um fram aðra menn, þá er verit hafa í veröldu, um alla manndómliga hluti.“ [2]

Fyrsti konungurinn sem Snorri nefnir er Múnón eða Mennón, og er hann giftur Tróan, dóttur höfuðkonungsins Príamí. Þau eignuðust son, Þór, sem „sigraði einn saman alla berserki ok alla risa ok einn inn mesta dreka ok mörg dýr.“ [3] Í ævintýrum á norðurhluta heimsins hitti Þór spákonu að nafni Síbíl, og er hún kölluð Sif í goðsögnunum. Þau giftust og eignuðust son, Lórið. Þessu fylgir listi yfir nöfn karlkyns afkomenda Þórs í átján ættliðum. Átjándi er Óðinn, sem ætti því að hafa lifað um 450 árum eftir Þór, ef maður telur 25 ár fyrir hverja kynslóð. Óðinn giftist Frigg og varð mestur allra ásakonunga:

Óðinn hafði spádóm ok svá kona hans, ok af þeim vísendum fann hann þat, at nafn hans myndi uppi vera haft í norðrhálfu heims ok tignat um fram alla konunga. Fyrir þá sök fýstist hann at byrja ferð sína af Tyrklandi ok hafði með sér mikinn fjölða liðs, unga menn ok gamla, karla ok konur, ok höfðu með sér marga gersamliga hluti. En hvar sem þeir fóru yfir lönd, þá var ágæti mikit frá þeim sagt, svá at þeir þóttu líkari goðum en mönnum.“ [4]

Remove ads

Ferðir Óðins

Í þessari för norður komu Æsir fyrst til Saxlands (Þýskalands) þar sem Óðinn setti þrjá syni sína til valda: Vegdeg varð konungur í Austur-Saxlandi, Baldeg (sem í goðsögnunum hefur verið kallaður Baldur) varð konungur í Vestfál (Vestfalíu) og Sigi sem varð konungur í Frakklandi og frá honum er Völsungaættin komin. Óðinn hélt síðan norður til Reiðgotalands, sem nú heitir Jótland, þar sem sonur hans Skjöldur varð konungur og frá honum eru allir Skjöldungar komnir. Síðan lá ferðin til Svíþjóðar þar sem sonur hans Yngvi varð konungur og varð hann ættfaðir Ynglingaættarinnar. Að lokum fór Óðinn til Noregs þar sem hann gerði son sinn Sæmingr (Sæmundur) að konungi „ok telja þar Nóregskonungar sínar ættir til hans ok svá jarlar ok aðrir ríkismenn“.[5]

Það var líka þessi fólksflutningur sem færði germönsku tungumálin til þessa heimshluta, „æsir hafa haft tunguna norðr hingat í heim, í Nóreg ok í Svíþjóð, í Danmörk ok í Saxland.“ [6] En á Englandi, segir hann, eru forn landsheiti eða staðarheiti sem sjá má að séu gefin á allt öðru tungumáli en þessu (það er að segja keltnesku).

Remove ads

Heimildir Snorra

Snorri gæti hafa haft söguna um flutninga Ásanna frá Litlu-Asíu til Skandinavíu úr Skjöldunga sögu, sem aftur á móti er líklega byggð á bæði munnlegum og skriflegum heimildum – til dæmis nú glötuðum verkum Sæmundar fróða.[7]

Hins vegar gæti Snorri einnig þekkt til annara evrópskra söguhefða um að ýmis vestræn lönd hefðu verið stofnuð af flóttamönnum frá Tróju. Þessar hefðir má rekja aftur til Eneasarkviðu. Snorri gæti hafa fengið þekkingu sína á Tróju úr Breta sǫgur eða úr Trójumanna sögu, sem er byggð á latneskum heimildum. Einnig virðast ættartölur Ara Fróða – sem Snorri vísar oft til sem heimild – einnig gera ráð fyrir að fólk hafi flutt frá Svartahafssvæðinu til Skandinavíu undir forystu konunga sem síðar voru taldir guðir. Hins vegar er saga Snorra frábrugðin öllum meginlandssögum um Tróju í einu mjög mikilvægu atriði: Hann nefnir ekkert um Trójustríðið og ekkert um fall Tróju. Óðinn er hér ekki, eins og sagt er í Eneasarkviðu, flóttamaður heldur farsæll leiðtogi sem kýs að leita hamingju í öðrum heimshluta eingöngu til að auka dýrð sína. Spurningin er því hvort það hafi verið til munnlægð hefð sem Snorri, í sögu sinni um flakk Ásanna, hefur reynt að sameina við aðrar sögur um Tróju. Barði Guðmundsson, sagnfræðingur og þjóðskjalavörður taldi að svo væri. Hann taldi merkilegt að hetjusöngvar Eddukvæða, sem að efni ná aftur til þjóðflutningatímabilsins, sækja eingöngu í sögu Austgota og taldi að lýsing Snorra á flakki Óðins ætti einnig uppruna sinn að rekja til Austgota. Hann taldi líklega að þetta væri fölnuð minning um flutning Óðinsdýrkenda Herúla frá Svartahafssvæðinu til Skandinavíu á 6. öld.[8]

Þessi flutningur er nefndur af samtímasagnfræðingnum Procopiusi, sem hitti einnig sjálfur nokkra af höfðingjunum sem tóku þátt í fluttningnum, og þess vegna er atburðurinn sjálfur yfirleitt ekki dreginn í efa.[9]

Tengt efni

Tilvísanir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads