Háskólabíó

ráðstefnu- og tónleikahús við Hagatorg í Reykjavík From Wikipedia, the free encyclopedia

Háskólabíó
Remove ads

Háskólabíó er ráðstefnuhús og tónleikahús og fyrrum kvikmyndahús, sem stendur við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur.

Thumb
Háskólabíó.

Byggingin hefur einkennandi harmonikkulag sem hefur áhrif á hljómburð og með háum suðurhluta sem átti að gera kleift að draga sýningartjöld upp fyrir sviðið. Húsið var hannað af arkitektunum Gunnlaugi Halldórssyni og Guðmundi Kr. Kristinssyni og byggt á árunum 1956-1961. Það var vígt 6. október það ár á hálfrar aldar afmæli Háskóla Íslands. Það er í eigu Sáttmálasjóðs en 17. október 1941 var ákveðið að sjóðurinn skyldi eiga og reka kvikmyndahús Háskólans sem upphaflega var opnað í Tjarnarbíói 1942. Salir hússins eru líka notaðir undir kennslustofur. Húsið var aðaltónleikahús Sinfóníuhljómsveitar Íslands um árabil eða þar til Tónlistarhúsið Harpa var tekið í notkun árið 2011. Á árunum 1985-1990 var reist viðbygging við húsið sem hýsir skrifstofur og minni sýningarsali. Árið 2002 hætti Háskóli Íslands rekstri á kvikmyndasýningum í Háskólabíói og gerði samning við SAMbíóin um leigu á sýningaraðstöðunni. Frá árinu 2007[1] til 2023 rak Sena kvikmyndasýningar í Háskólabíó. Síðustu sýningar í Háskólabíó voru 30. júní 2023 þegar þeim var hætt.[2]

Í húsinu eru fimm salir; einn stór salur með 970 sætum og fjórir minni salir með samtals 817 sætum.

Remove ads

Tilvísanir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads