Hagafell

From Wikipedia, the free encyclopedia

Hagafellmap
Remove ads

Hagafell er lágt fell norðan Grindavíkur. Það rís í 158 metra hæð yfir sjávarmál. Norðan Hagafells er slétta í um 80 metra hæð sem nær að Sýlingarfelli og þar austan við er Sundhnúkur. Grindavíkurvegur liggur vestan við Hagafell um Selskarð á milli Hagafells og Þorbjarnar. Nálægt hæsta punkti Hagafells eru svokallaðir Gálgaklettar en þar eiga þjófar að hafa verið hengdir samkvæmt gamalli þjóðsögu.[1]

Staðreyndir strax Hæð, Land ...

Rétt sunnan Hagafells stóð áður Melhóll, en hóllinn var allur tekinn í malarnám fyrir vegagerð. Melhólsnáma var kennd við hólinn og þar var efnistökusvæði til margra áratuga sem m.a. var nýtt við gerð mikilla varnagarða sem gerðir voru til að verja Grindavíkurbæ og innviði á Svartsengissvæðinu þegar hrina eldgosa hófst við Sundhnúksgíga í desember 2023. Melhólsnáma fylltist af hrauni í mars 2024.[2]

Í eldgosahrinunni sem hófst 2023 og stendur enn hafa gossprungur stundum opnast nálægt Hagafelli. Í öðru gosi hrinunnar sem hófst 14. janúar 2024 opnaðist gossprunga sunnan Hagafells og í fjórða gosinu sem hófst 29. maí 2024 opnaðist gossprunga í austurhlíð Hagafells.

Remove ads

Vísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads