Hammarby IF
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Hammarby IF er sænskt knattspyrnulið sem staðsett er í Johanneshov, sunnan við Södermalm í Stokkhólmi. Í Svíþjóð er oft átt við liðið sem Bajen, sem er stytting á enskum framburði nafns liðsins. Árið 1915 tók Hammarby í fyrsta skipti þátt í Sænsku úrvalsdeildinni. Eftir að hafa byrjað vel á fyrstu árunum eftir 1920 fór liðið niður um deildir og gekk illa. Það var ekki fyrr enn árið 1954 sem félagið komst aftur upp í úrvalsdeildina.
Síðan þá hefur Hammarby spilað í úrvalsdeildinni eða komist upp í Allsvenskan öll sumur að fjórum árum undanteknum. Hammarby lék í úrvalsdeildinni allt frá árinu 1998 til ársins 2009. Þegar félagið féll aftur niður í Superettan. 2001 tókst Hammarby IF að vinna úrvalsdeildina í sitt fyrsta og eina skipti.
Gunnar Þór Gunnarsson, Pétur Hafliði Marteinsson, Heiðar Geir Júlíusson, Arnór Smárason, Birkir Már Sævarsson og Ögmundur Kristinsson hafa spilað með liðinu. [1] Nú er Viðar Örn Kjartansson með því.
1. janúar árið 2002 varð Hammarby IF 51% í eigu fyrirtækisins Hammarby IF Fotbollförening og 49% í eigu bandaríska hluthafans Anschutz Entertainment Group. Liðið deilir heimavelli með Djurgårdens IF sem teljast erkifjendur þeirra.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Hammarby IF.
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads