Haukur Hilmarsson

From Wikipedia, the free encyclopedia

Haukur Hilmarsson
Remove ads

Haukur Hilmarsson (f. 22. júlí 1986, saknað 24. febrúar 2018) var íslenskur aðgerðarsinni.[1][2] Hann komst í landsfjölmiðlana í Búsáhaldbyltingunni eftir að hann klifraði upp á þak Alþingishússins og flaggaði fána Bónus verslunarkeðjunnar á flaggstöng hússins.[3][4] Handtaka hans tveimur vikum seinna[5][6] leiddi til áhlaupsins á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem Haukur var í haldi.[7][8][9] Haukur var anarkisti og umhverfissinni, hann starfaði með Saving Iceland frá árinu 2005, vann með hreyfingu sjálfboðaliða í Palestínu 2007 og var helsti hvatamaður að stofnun No Borders á Íslandi 2009, svo nokkuð sé nefnt.

Staðreyndir strax Fæddur, Dáinn ...
Thumb
Bónusfáninn sem Haukur dró að húni á Alþingishúsinu.
Remove ads

Mannshvarf

Haukur ferðaðist til Sýrlands árið 2017 og gekk til liðs við alþjóðadeild hersveita Kúrda undir stjórn YPG. Hann tók þátt í orrustunni um Al-Raqqah það sama ár.[10] Í mars 2018 var tilkynnt að Haukur hefði fallið í loftárás tyrkneska hersins í Afrin í Sýrlandi 24. febrúar það sama ár.[11][12][13] Engin staðfesting hefur fengist á andláti hans. Tyrkneskir fjölmiðlar fullyrtu að Tyrkir myndu senda lík hans heim en tyrknesk stjórnvöld hafa ekki fengist til að staðfesta að þau viti hvar líkamsleifar hans sé að finna eða hvernig þau geti fullyrt að hann sé látinn. Samkvæmt heimildamönnum á svæðinu var Hauks saknað nokkrum vikum fyrr en samkvæmt opinberu útgáfunni.

Remove ads

Fjölskylda

Haukur var sonur Evu Hauksdóttur, aðgerðarsinna og rithöfundar.[14]

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads