2018

ár From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Árið 2018 (MMXVIII í rómverskum tölum) var almennt ár sem byrjaði á mánudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.

Atburðir

Janúar

Thumb
Mótmæli gegn hernaðaraðgerðum Tyrkja í Afrin.

Febrúar

Thumb
Húsarústir í Zamalka eftir loftárásir Sýrlandshers 2018.

Mars

Thumb
March for Our Lives-gangan í Chicago.
  • 4. mars - Rússneski fyrrum leyniþjónustumaðurinn Sergej Skripal varð ásamt dóttur sinni fyrir eitrun vegna taugaeitursins Novitsjok á heimili sínu í Salisbury á Englandi.
  • 9. mars - Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, þáði boð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, um leiðtogafund til að ræða kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu.
  • 11. mars - Ríkisstjórn Kína samþykkti stjórnarskrárbreytingu sem afnam hámarkstíma leiðtoga í embætti og gerði Xi Jinping að „æviráðnum forseta“.
  • 12. mars - US-Bangla Airlines flug 211 hrapaði í Nepal með þeim afleiðingum að 51 fórst.
  • 19. mars - Síðasti karlkyns norræni hvíti nashyrningurinn lést í dýragarði í Kenýa. Það með er sú undirtegund ólífvænleg.
  • 23. mars - 25 ára gamall Marokkóbúi myrti 4 og særði 15 í röð skotárása í Carcassonne og Trèbes í Frakklandi. Hann var á endanum skotinn til bana af lögreglu.
  • 24. mars - March for Our Lives-gangan gegn byssuofbeldi og með strangari skotvopnalöggjöf var haldin um allan heim.
  • 25. mars - Flugfélagið Qantas hóf fyrstu beinu flugin án áningar milli Heathrow á Englandi og Perth í Ástralíu með flugvélum af gerðinni Boeing 787 Dreamliner.
  • 25. mars - Eldsvoðinn í Kemerovo: 64 létust í eldsvoða í verslunarmiðstöð í rússnesku borginni Kemerovo.
  • 26. mars - Yfir 100 rússneskir ríkiserindrekar í 20 löndum voru reknir vegna eitrunar Sergej og Juliu Skripal.
  • 28. mars - Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, fór í opinbera heimsókn til Kína til fundar við Xi Jinping. Þetta var í fyrsta sinn sem hann fór úr landi eftir að hann tók við embætti árið 2011.
  • 28. mars - 78 létust í eldsvoða í fangageymslum lögreglustöðvarinnar í Valencia (Venesúela).

Apríl

Thumb
Mótmælandi við götuvígi í Níkaragva.
  • 2. apríl - Bandaríkjastjórn lýsti því yfir að viðskiptahættir Kínverja ógnuðu þjóðaröryggi Bandaríkjanna.
  • 5. apríl - Handtökuskipun var gefin út á hendur fyrrum forseta Brasilíu, Luiz Inácio Lula da Silva, eftir að hæstiréttur ákvað að fella niður habeas corpus vegna spillingar.
  • 8. apríl - Borgarastyrjöldin í Sýrlandi: 70 voru sagðir hafa látist eftir saríngasárás á bæinn Douma.
  • 11. apríl - Flugslysið í Boufarik: 257 fórust þegar Iljúsín IL-76-flugvél hrapaði í Alsír.
  • 14. apríl - Borgarastyrjöldin í Sýrlandi: Bandaríkin, Bretland og Frakkland fyrirskipuðu loftárásir á herstöðvar Sýrlandshers vegna saríngasárásanna.
  • 18. apríl - Mótmæli gegn breytingum á almannatryggingalögum hófust í Níkaragva. Talið er að 34 hafa fallið fyrir hendi lögreglu í mótmælunum.
  • 18. apríl - Kvikmyndahús voru opnuð í Sádi-Arabíu í fyrsta sinn frá 1983. Fyrsta myndin sem sýnd var var Svarti pardusinn.
  • 18. apríl - Geimferðastofnun Bandaríkjanna skaut rannsóknargervihnettinum Transiting Exoplanet Survey Satellite á loft.
  • 19. apríl - Raúl Castro lét af embætti sem forseti Kúbu. Miguel Díaz-Canel tók við og varð þar með fyrsti forseti Kúbu í rúm fjörutíu ár sem ekki er af Castro-ætt.
  • 23. apríl - Trukkaárásin í Torontó: 10 létust og 16 særðust þegar 25 ára gamall maður ók trukk á hóp fólks í Torontó í Kanada.
  • 27. apríl - Kim Jong-un fór yfir hlutlausa beltið og til Suður-Kóreu til fundar við Moon Jae-in. Þetta var í fyrsta sinn sem norðurkóreskur leiðtogi fór yfir beltið.
  • 27. apríl - Leikjakerfið Nintendo Labo var sett á markað.

Maí

Thumb
Opnun bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem.

Júní

Thumb
Fundur Kim Jong-un og Donald Trump í Singapúr.

Júlí

Thumb
Tunglmyrkvinn eins og hann birtist á Davaó á Filippseyjum.

Ágúst

Thumb
Morandi-brúin eftir hrunið.

September

Thumb
Joko Widodo, forseti Indónesíu, á Súlavesí eftir jarðskjálftann.
  • 2. september - Eldur kom upp í Þjóðminjasafninu í Brasilíu með þeim afleiðingum að 90% af safneigninni eyðilögðust.
  • 6. september - Hæstiréttur Indlands úrskurðaði að samkynhneigð væri ekki ólögleg.
  • 6. september - Fyrsti leikur Þjóðadeild UEFA átti sér stað.
  • 6. september - Brasilíski forsetaframbjóðandinn Jair Bolsonaro var stunginn í magann á kosningafundi.
  • 7. september - Vísindamenn ESA og NASA sögðu frá uppgötvun stjörnuþokunnar Bedin 1.
  • 12. september - Fellibylurinn Flórens gekk á land og olli miklu tjóni í Norður- og Suður-Karólínu.
  • 16. september - Þingkosningarnar í Svíþjóð 2018 fóru fram.
  • 20. september - Farþegaferjunni Nyerere hvolfdi á Viktoríuvatni með þeim afleiðingum að 228 fórust.
  • 22. september - 30 létust í árás á hergöngu í Ahvaz í Íran.
  • 28. september - Yfir 4000 manns fórust þegar jarðskjálfti olli flóðbylgju sem gekk á land á Súlavesí í Indónesíu.

Október

Thumb
Miðja fellibylsins Michael 10. október.

Nóvember

Thumb
Í Ástralíu var einni rauðri draumsóley plantað fyrir hvern Ástrala sem féll í Fyrri heimsstyrjöld.

Desember

Thumb
Mótmæli gulvestunga í París.
Remove ads

Fædd

Dáin

Remove ads

Nóbelsverðlaunin

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads